Barnastjarna breytti um lífsstíl

Nolan Gould varð frægur sem lítill strákur en lítur allt …
Nolan Gould varð frægur sem lítill strákur en lítur allt öðruvísi út í dag. Ljósmynd/imdb

Barnastjarnan Nolan Gould varð heimsfrægur þegar hann lék Luke Dunphy í Modern Family. Núna er hann orðinn 22 ára og þættirnir nýhættir. Að undanförnu hefur hann tekið lífsstílinn í gegn eftir að hann fór í allt of langt og gott frí.

Gould hætti að leika í gamanþáttunum vinsælu á sama tíma og kórónuveirufaraldurinn byrjaði. Eftir hálfs árs frí með öllu tilheyrandi áttaði hann á sig að hann þyrfti að taka sig á. „Mér líður eins og núna sé tíminn til þess að taka ákvörðun um hvað ég vil gera við feril minn og eitt af því sem ég get gert er að breyta útliti mínu og hugarfari,“ sagði Gould í viðtali við People. 

Stjarnan byrjaði að æfa meira og borða hollari fæðu. Hann æfir í einn og hálfan tíma á dag með vini sínum sem er einkaþjálfari. Hann gerir styrktaræfingar í klukkutíma og brennir í hálftíma. Hann segir gott að æfa reglulega nú þegar hann er atvinnulaus og faraldurinn í gangi. 

Leikarinn segist vera á afar ströngu mataræði. Hann borðar fitusnautt prótín og mikið af grænmeti. Hann segist vera alveg hættur að gleyma að borða og enda svo á að borða margar frosnar pítsur og gos. Hann er líka hættur að drekka áfengi sem breytti mjög miklu. 

View this post on Instagram

A post shared by Nolan Gould (@nolangould)

Modern Family-stjörnurnar í Los Angeles árið 2013.
Modern Family-stjörnurnar í Los Angeles árið 2013. AFP
mbl.is