„Ofát er viðurkennt og við erum skilyrt til að þrá mat“

Linda Pétursdóttir er menntaður lífsþjálfi með þyngdartap sem sérgrein.
Linda Pétursdóttir er menntaður lífsþjálfi með þyngdartap sem sérgrein. mbl.is/Ásta Kristjánsdóttir

Hlaðvarp Lindu Pét­urs­dótt­ur er að slá í gegn um þess­ar mund­ir og fór áttundi þátt­ur­inn henn­ar í loftið í vikunni. Þátt­ur­inn fjall­ar um tíu ráð til að hætta að borða of mikið. Í þættinum fer Linda yfir ástæður þess af hverju það er erfitt að hætta að borða of mikið. 

„Það er mikilvægt að skilja muninn á milli ofáts og ákafrar löngunnar í ofát. Fólk sem á í erfiðleikum með líkamsþyngd sína hefur gjarnan meiri þrá í mat en líkaminn þarfnast. Ein helst ástæða þess er dópamín í heilanum. Dópamín er taugaboðefni löngunar. Það eykur langanir okkar og fær okkur til að borða of mikið.

Eina af ástæðum þess að við búum yfir þessari sterku þrá má rekja til þess hvernig við erum skilyrt.

Mannslíkaminn er hannaður með þá þrá að leita uppi mat og borða hann. Þetta hefur haldið í okkur lífinu fram á þennan dag. Við höfum einnig verið skilyrt til að borða of mikið, matarskilaboð dynja sífellt á okkur; hversu oft við eigum að borða, hvernig ætlast er til að við borðum, að ógleymdum öllum hátíðisdögunum sem ganga út á mat. Það er ástæða þess að mörgum okkar reynist þetta svo erfitt. Ofát er viðurkennt og við erum skilyrt til að þrá mat.

Önnur ástæða þess að við þráum mat og ofát er sú að matur dreifir huganum og lætur okkur gleyma tilfinningalegum sársauka. Ofát er aðferð til að forðast tilfinningalegan sársauka með því að sækja í ánægju í staðinn.“

Linda segir að hún hafi heyrt að fólk finni fyrir skorti þegar það hættir að borða of mikið. 

„Það er mjög mikilvægt að þú skiljir að sú upplifun að finna fyrir skorti kemur til vegna oflöngunar. Skortur fyrirfinnst ekki án þeirrar frumþrár. Fólk heldur að þegar það finni fyrir skorti merki það að það sé eitthvað meiriháttar að, en í raun er það bara svörun við umframmagni af dópamíni í heilanum. Ef við getum unnið í þessari djúpstæðu þrá í að borða í óhófi og útrýmt lönguninni þá verður enginn skortur.

Í stuttu máli orsakast ofþyngd af ofáti. Ofát stafar af oflöngun og oflöngun stafar af of miklu magni af dópamíni, skilyrðingu okkar til að borða meira en við þurfum og neyslu á mat til að forðast tilfinningar.

Þegar við útrýmum oflönguninni, útrýmum við ofátinu. Punktur.“

Linda nefnir fimm atriði sem aðstoða fólk við að hætta að borða of mikið en í hlaðvarpinu er talað um tíu atriði. 

  • Ástæðan fyrir því að við borðum of mikið er ekki sú að við elskum bragðið af matnum. Reyndar njótum við þess yfirleitt ekki að borða of mikið. 
  • Þegar líkaminn er orðinn fituaðlagaður erum við sjaldnar svangar og orkan verður stöðugri.  
  • Hugsanastjórnun og ákvarðanir sem teknar eru fram í tímann eru tvö af mikilvægustu atriðum þess  léttast til frambúðar.
  •  Einn mikilvægasti þátturinn í því  hætta ofáti er  skilja löngunina sem liggur að   baki. 
  • Ofát er gjarnan varnarháttur eða flótti frá óþægindum. 

Þátt­inn má nálg­ast í heild sinni á hlaðvarpsvef mbl.is.

mbl.is