„Hættum að halda að annað fólk láti okkur líða illa“

Linda Pét­urs­dótt­ir er menntaður lífsþjálfi með þyngd­artap sem sér­grein.
Linda Pét­urs­dótt­ir er menntaður lífsþjálfi með þyngd­artap sem sér­grein. Mbl.is/Ásta Kristjánsdóttir

Hlaðvarp Lindu Pét­urs­dótt­ur er að slá í gegn um þess­ar mund­ir og fór ellefti þátturinn hennar í loftið í vikunni. Þátturinn fjallar um hugsanir og hvernig hafa má áhrif á þær. 

„Þátturinn gefur fólki tækifæri til að breyta líðan sinni og ná markmiðum sínum. Í þættinum fjalla ég um: Hugsa, liða, gera hringrásina. Sem er eitt það magnaðasta sem ég kenni.

Með skilningi á þessari hringrás getur þú betur skilið hugsunarhátt þinn og fengið síðan kraft til að skapa þér nýjan. Það hvernig þú leyfir þér að hugsa getur annaðhvort valdið því að þú léttist eða sent þig á nammibarinn eftir erfiðan dag. Hringrásin lýsir því hvernig heilinn í þér vinnur úr öllu því sem gerist í veröldinni. Hugsaðu um heiminn. Allt utan þín er safn staðreynda og aðstæðna.

Staðreyndir búa ekki yfir neinum tilfinningum eða líðan og eru frekar merkingarlausar nema þú bætir við þær skoðunum, mati á réttu og röngu og lýsingarorðum.“

Heilinn er hannaður til að dæma að mati Lindu. 

„Ef þú hefur misst 12 kíló gætirðu hugsað með þér hversu erfitt verður að viðhalda því eða þú gætir hugsað að þú sért orðin frekar góð í að léttast og halda því.

Heilinn heldur áfram að vinna allan daginn og setur hugsanir við allt sem hann sér og upplifir í heiminum.

Hugsanir búa svo til tilfinningar innra með þér, líkt og hamingju eða depurð. Byggt á því hvernig þér líður, þá ákveður þú hvern einasta dag hvað þú gerir eða gerir ekki. Sem er afleiðing þess hvernig þú hugsar og hvernig þér líður. Það er hugsa, líða, gera hringrásina.“

Þegar fólk byrjar að hugsa um það sem það hugsar er auðvelt að fara í uppnám að mati Lindu. Enda margt sem kemur upp í hugann á fólki. 

„Það ætti enginn að láta sér líða illa yfir hugsunum sínum. Við erum öll svona og það er allt í lagi. Ég vil bara að þú farir að fylgjast með hugsunarhætti þínum. Ég vil að þú ákveðir hvaða hugsunum þú viljir halda og hverjum ekki.

Sannleikurinn er sá að fæstum okkar hefur verið kennt að við höfum stjórn á tilfinningalífi okkar. Við fáum að ákveða hvernig við viljum hugsa. Við hættum að halda að annað fólk láti okkur líða illa, því við vitum að ef þér líður illa þá er það þitt val. Það er ekki vegna einhvers annars.

Þegar við tökum stjórn á hugsunum okkar og tilfinningum getum við gert hluti sem við héldum að væru ekki mögulegir.“

Þátt­inn má nálg­ast í heild sinni á hlaðvarpsvef mbl.is. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál