Henti kassanum með litlu fötunum

Mel Greig er frjáls eftir að hún hætti að hugsa …
Mel Greig er frjáls eftir að hún hætti að hugsa um þyngdina í sífellu. Skjáskot/Instagram

Ástralska útvarpskonan Mel Greig segir mikilvægt að hætta að hugsa um að ná ákveðinni líkamsþyngd. Þá fyrst getur maður orðið frjáls.

Grieg hefur alla tíð átt í baráttu við kílóafjölda. Hún átti kassa sem innihélt öll fötin sem hún ætlaði að klæðast þegar hún grenntist aftur.

Henti „granna“ kassanum

„Þetta er fyndið því þegar ég skoða kassann þá sé ég að ég skrifaði aðvörunarorð á hann  „ekki opna kassann fyrr en þú ert aftur orðin 68 kg“. 

Loksins leit ég á kassann sem var orðinn svo illa farinn eftir að ég hafði dröslað honum með mér í rúm sex ár. Ég hugsaði með mér hversu fáránlegt þetta væri hjá mér. Opnaðu bara kassann og losaðu þig við innihaldið. Þú ert aldrei að fara að verða 68 kg aftur og það skiptir ekki máli,“ segir Greig.

„Þetta var í fyrsta sinn sem mér fannst ég vera frjáls. Mér var sama um þyngdina.“

Var beðin að grennast

Í gegnum starf sitt í fjölmiðlum hefur Greig verið mjög meðvituð um útlit sitt. Eitt sinn var hún tekin til hliðar á neyðarfund og beðin að grennast um nokkrar fatastærðir, fá sér einkaþjálfara og breyta um fatastíl. „Ég hélt alltaf að ég þyrfti að vera grönn til þess að vera í fjölmiðlum. Ég vildi því alltaf vera grennri og grennri. 

Ég leyfði þessu að viðgangast því ég hélt að þetta væri eðlilegt.

Ekkert breyttist þrátt fyrir að missa kg

Ég var nýhætt í morgunútvarpinu og fékk þá hugmynd að fara í algera umbreytingu. Fólk myndi sjá mig og dást að því hvað ég væri grönn og frábær og ég fengi nýtt starf og hitti fullt af karlmönnum.

Svo náði ég markmiðinu, sá myndirnar í tímaritinu og ég leit stórkostlega út en það skrítna var að ekkert breyttist. Síminn hringdi ekkert meira, engin skilaboð frá karlmönnum biðu mín. Hélt ég í alvöru að þetta myndi skipta svona miklu máli? Eftir þetta hætti ég að setja svona mikla pressu á hvernig ég liti út. 

Óhrædd við að fara á ströndina

Nú fór ég að horfa þannig á líkamann að hann er fallegur sama hvað. Hann kemur manni í gegnum lífið. Líkaminn er miklu meira en bara stærð og lögun. Það er fáránlegt að maður skuli hafa látið fimm ár líða án þess að skella sér á ströndina. Nú bara fer ég í sundföt sama hvað tautar og raular og skemmti mér vel.“

View this post on Instagram

A post shared by Mel Greig (@melgreig_)mbl.is

Bloggað um fréttina