Fyrirsæta með flogaveiki

Fyrirsætan Robyn Lawley hefur misst af mörgum verkefnum vegna veikinda …
Fyrirsætan Robyn Lawley hefur misst af mörgum verkefnum vegna veikinda sinna. Skjáskot/Instagram

Ástralska fyrirsætan Robyn Lawley hefur alltaf barist fyrir fjölbreytileika innan fyrirsætugeirans. Hún hefur þó hingað til ekki viljað tala opinskátt um veikindi sín og þá sérstaklega flogaveikina sem hefur hrjáð hana frá 2018.

Það fór að bera á flogaveikinni í kjölfar þess að Lawley greindist með sjálfsofnæmissjúkdóminn lúpus. 

Missti af mörgum verkefnum

„Það er stórt mál fyrir mig að tala um þetta því mér finnst fólk líta króníska sjúkdóma mjög hörðum augum. Ég er óttaslegin. Tískuiðnaðurinn er alræmdur fyrir að dæma fólk. Ég er alltaf að missa af verkefnum. Ég hef fengið flogaköst fyrir verkefni. Ég verð samt að tala um þetta fyrir aðra sem þjást af flogaveiki,“ segir Lawley í viðtali við Body and Soul.

Vill meiri fjölbreytileika

Lawley segir frá því hvernig hún tekst á við sjúkdóminn í hlaðvarpsþætti sínum Every Body with Robyn Lawley: Surviving and Thriving in a Body Shaming World. 

„Þetta er það sem ég hef verið að bíða eftir. Það eru svo margir sem hafa þurft að upplifa skömm vegna líkama síns en hafa sæst við hann og það er mjög eflandi reynsla. Í tískugeiranum erum við alltaf að útiloka fólk. Við kaupum tískuvörur af fullkomnum fyrirsætum en það er bara ekki raunveruleikinn. Ég hef reynt að varpa ljósi á það og loks erum við farin að sjá meiri fjölbreytileika.

Skaddaði andlit sitt

Það er frelsandi að búa til hlaðvarpsþætti sem snúast ekki um útlit mitt. Ég fékk eitt sinn flogakast þegar ég var að búa til hlaðvarpsþátt og skaddaði andlit mitt. Það var því mjög frelsandi að geta notað röddina en ekki andlitið. Ekkert hélt aftur af mér.“

Fyrirsætan Robyn Lawley í sundfötum frá Calzedonia.
Fyrirsætan Robyn Lawley í sundfötum frá Calzedonia. Ljósmynd/Calzedonia
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál