Bjössi í World Class lyfti 250 kílóum eftir að tilkynnt var um lokanir

Björn Leifsson, eigandi World Class, lokaði með stæl.
Björn Leifsson, eigandi World Class, lokaði með stæl. Skjáskot/Instagram

Björn Leifsson, eigandi líkamsræktarstöðvarinnar World Class, lyfti 250 kílóum í réttstöðulyftu í gær, rétt eftir að tilkynnt var um að öllum líkamsræktarstöðvum yrði gert að loka á miðnætti og má því segja að hann hafi lokað með stæl.

Hann birti myndbandið af sér að lyfta kílóunum 250 í story á Instagram og skrifaði við: „Toppum á síðustu æfingu fyrir lokun“. 

Björn virðist hafa lagt mikla áherslu á réttstöðulyftuna undanfarna mánuði en í byrjun febrúar lyfti hann 225 kílóum. Því er um að ræða 25 kílóa bætingu á rúmum 6 vikum. Í bæði skiptin lyfti hann ekki í skóm en með kraftlyftingabelti. 

Björn Leifsson bætti sig um 25 kíló í réttstöðulyftu á …
Björn Leifsson bætti sig um 25 kíló í réttstöðulyftu á rúmum sex vikum. Skjáskot/Instagram
mbl.is

Bloggað um fréttina