Þetta gerir Gríma til að lifa betra lífi

Gríma Björg Thorarensen, innanhússhönnuður hjá GBT Interiors, er að vinna …
Gríma Björg Thorarensen, innanhússhönnuður hjá GBT Interiors, er að vinna að nokkrum skemmtilegum hönnunarverkefnum þessa dagana. mbl.is/Saga Sig

Gríma Björg Thorarensen, innanhússhönnuður hjá GBT Interiors, er að vinna að nokkrum skemmtilegum hönnunarverkefnum þessa dagana. Þar á meðal hönnun á náttúrulaugunum í Hvammsvík sem stefnt er að því að opna í sumar. Hún segir svefn mikinn munað þegar maður á dásamlegan átta mánaða snáða sem þroskast og stækkar á ógnarhraða. 

Hvað er góð heilsa í þínum huga?

„Að vera hraustur og líða vel í eigin líkama, þar leikur andleg og líkamleg heilsa jafnt hlutverk.“

Hvernig hugarðu að heilsunni?

„Ég hef verið „pescaterian“ í 7 ár sem hentar mér mjög vel. Ég borða yfirleitt fjölbreyttan og hollan mat og reyni að drekka nóg af vatni og borða minna af sætindum þótt það gangi misvel. Einnig tek ég inn ýmis bætiefni sem gera mér gott ásamt því að reyna að stunda reglulega hreyfingu þótt ég sé alltaf á leiðinni að standa mig betur í því. Svo finnst mér mikilvægt að komast út í ferska loftið á hverjum degi hvort sem það er stuttur göngutúr eða lengri útivera.“

Gríma hefur verið „pescaterian“ í 7 ár og segir það …
Gríma hefur verið „pescaterian“ í 7 ár og segir það henta henni vel. mbl.is/Colourbox

Hvað borðar þú í morgunmat?

„Ég borða hafragraut með blöndu af chia-, hamp- og hörfræjum, ávöxtum og berjum ásamt góðum kaffibolla.“

Hver er besti heilsustaðurinn í landinu?

„Systrasamlagið er í miklu uppáhaldi hjá mér en þar fær maður frábæran þeyting og orkuskot ásamt því hvað þær bjóða upp á skemmtilegt vöruúrval af alls konar heilsutengdum varningi.“

Hvernig æfingar gerir þú?

„Ég hef stundað pilates í mörg ár ásamt þolþjálfun og lyftingum með þjálfara. Einnig gaf ég bónda mínum frábært spinning-hjól frá Echelon um daginn í jólagjöf sem hefur verið mikið notað en þar getur maður skráð sig í spinning-tíma í beinni útsendingu með kennurum alls staðar að úr heiminum sem hentar einstaklega vel núna á kórónuveiru-tímum.“

Gríma hefur stundað pilates í mörg ár.
Gríma hefur stundað pilates í mörg ár. mbl.is/Colourbox

Hvaða æfingafatnað notar þú?

„Mín uppáhaldsmerki eru Lululemon og Alo Yoga.“

Lululemon er eitt af uppáhaldsmerkjum Grímu.
Lululemon er eitt af uppáhaldsmerkjum Grímu. mbl.is/Lululemon

Hvert er uppáhaldssnjallforritið þitt?

„Instagram er það forrit sem ég eyði líklega mestum tíma á en þar er alltaf hægt að fá innblástur af einhverju skemmtilegu ásamt því að halda sambandi við vinina.“

Hvað myndir þú gera á góðum dekurdegi?

„Ég myndi byrja daginn á góðri hreyfingu og útiveru í skemmtilegum félagsskap sem endar á slökun í gömlu náttúrulauginni okkar og löngum hádegisverði. Þaðan færi ég í gott andlitsbað og nudd og svo um kvöldið færi ég snemma að sofa en svefn verður mikill munaður þegar maður er með einn 10 mánaða.“

Áttu þér uppáhaldssnyrtistofu?

„Snyrtistofan á Garðatorgi og Madison ilmhús sjá um að halda mér í standi.“

Hvað er í snyrtibuddunni?

„Gott litað dagkrem eða litað serum, hyljari, kinnalitur, ljóma-púður, augnbrúnablýantur og maskari. Nánast allt frá merkinu Ilia sem fæst í Nola. Frábærar vörur sem ég mæli hiklaust með. Hágæðasnyrtivörur úr lífrænum efnum með flotta hugsjón. En mér finnst skipta miklu máli hvað maður ber framan í sig.“

Hvernig heldurðu í ljómann á þessum árstíma?

„Með því að drekka nóg af vatni og bera á mig góð serum og rakakrem. Þar eiga vörurnar frá Bio Effect vinninginn og þá sérstaklega afmælisútgáfan af EGF Serum-húðdropunum sem vinkona mín Hrafnhildur Arnardóttir hannaði. Þeir eru búnir að bjarga mér í vetur en ég er gjörn á að fá þurra og ójafna húð á veturna. Svo reyni ég eins og mögulegt er að komast út úr húsi þessa fáu daga sem sólin lætur sjá sig og njóta náttúrunnar.“

Vatn er í uppáhaldi hjá Grímu.
Vatn er í uppáhaldi hjá Grímu. mbl.is/Colourbox
Afmælisútgáfan af EGF Serum-húðdropunum er búin að bjarga Grímu í …
Afmælisútgáfan af EGF Serum-húðdropunum er búin að bjarga Grímu í vetur. mbl.is/BioeffectNánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »