„Ég er í versta formi lífs míns“

Will Smith hefur verið í betra formi.
Will Smith hefur verið í betra formi. Skjáskot/Instagram

Leikarinn Will Smith er vanur að vera í geggjuðu formi vinnu sinnar vegna. Hann virðist hins vegar hafa bætt á sig nokkrum kílóum í kórónuveirufaraldrinum eins og aðrir. Leikarinn segist aldrei hafa verið í verra líkamlegu formi en akkúrat núna. 

„Ég ætla að vera hreinskilinn – ég er í versta formi lífs míns,“ skrifaði hinn 52 ára gamli Smith á Instagram og birti mynd af sér í hettupeysu, þröngum stuttbuxum og inniskóm.

Myndin þótti fyndin og fékk Smith mikið hrós fyrir að birta mynd af venjulegum líkama í gerviheimi Instagram og Hollywood. Smith er reyndar ekki í svo slæmu formi en hann er þekktur fyrir að vera í enn betra formi.

View this post on Instagram

A post shared by Will Smith (@willsmith)

mbl.is