Á áttræðisaldri og aldrei í betra formi

Elton John var 74 ára í mars.
Elton John var 74 ára í mars. AFP

Tónlistarmanninum Elton John hefur sjaldan liðið betur. John hefur hugsað vel um heilsu sína í heimsfaraldrinunm og telur sig í betra formi en oft áður. 

„Ég er örugglega í betra formi en ég hef verið í langan, langan tíma og mér líður vel. Það er enginn tilgangur í því að væla yfir því að vera í ofþyngd. Maður verður að gera eitthvað í því,“ sagði John í viðtali við Troy Deeney. 

„Ég hef alltaf átt í veseni með þyngdina og líkamann og ég held það taki mann langan tíma að sættast við það. Ég held ég muni aldrei gera það,“ sagði John og bætti við að alla sína ævi hefði hann átt erfitt með að horfa á sjálfan sig á sjónvarpsskjá.

„Ég hef aldrei horft á sjálfan mig á myndbandi, tónleika sem ég hef haldið, sjónvarpsþætti sem ég hef komið fram í. Ég vil bara ekki horfa á mig. Ég er ekki með góða líkamsímynd. Það hefur verið hluti af mér síðan ég var barn. Það fylgir manni. En ég get allavega talað um það núna,“ sagði John. 

John er með sykursýki og sagðist hafa byrjað að hugsa um heilsuna barna sinna vegna. Hann og eiginmaður hans, David Furnish, eiga synina Zachary og Elijah sem eru 10 og 8 ára.

„Mig langar að vera í kringum þá eins mikið og ég get. Þess vegna þarf ég að taka mig saman í andlitinu og gera það sem mér er sagt að gera,“ sagði John. 

Í heimsfaraldrinum talaði John við næringarfræðing og lækna og fór að hreyfa sig. Hann er hrifinn af því að fara í sund og spila tennis. Eftir heimsfaraldur stefnir hann á að halda áfram að lifa heilbrigðum lífsstíl, jafnvel þótt hann fari á tónleikaferðalag um heiminn.

Elton John og David Furnish eiga tvo syni.
Elton John og David Furnish eiga tvo syni. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál