Kardashian skrifar niður markmiðin sín svo eitthvað verði úr þeim

Kim Kardashian æfir með einkaþjálfara sex daga vikunnar.
Kim Kardashian æfir með einkaþjálfara sex daga vikunnar. mbl.is/Instagram

Þeir sem hafa fylgst með Keeping Up With the Kardashians þáttunum í gegnum árin vita að það eru fáir sem æfa jafn mikið og Kardashian-systurnar. 

Kim Kardashian varð fertug á síðasta ári og hefur aldrei verið í betra formi. Það kemur þó ekki af sjálfu sér. Ef marka má þættina vinnur hún nánast alla daga ársins og æfir sex daga vikunnar. 

Hún vaknar vanalega klukkan sex og gerir æfingar með þjálfaranum sínum Melissu Alcantara sem notið hefur mikilla vinsælda í heimi fræga fólksins.

Eitt af því sem Kim Kardashian leggur áherslu á er að lyfta lóðum. Í raun fara 85% af tímanum í líkamsræktinni í lyftingar. 

Það sem gerir það að verkum að hún er í góðu formi er að hún er með aga og gerir sömu hlutina daglega. Eins passar hún upp á að borða mikið af grænmeti og rétt magn af prótíni. 

Alcantara segir hana skrifa niður markmið sín og þannig sé auðveldara að fylgja þeim eftir. 

 Refinery 29

mbl.is