Víðir, Áslaug Arna og Aron Can trúa þolendum

Víðir Reynisson, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Aron Can standa með …
Víðir Reynisson, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Aron Can standa með þolendum.

Víðir Reynisson yf­ir­lög­regluþjónn hjá al­manna­varna­deild rík­is­lög­reglu­stjóra, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra og Aron Can eru meðal þeirra sem stíga fram í myndbandi Eigin kvenna og segjast trúa þolendum kynferðisofbeldis. 

Hlaðvarpsþættirnir Eigin konur, sem Edda Falak og Fjóla Sigurðardóttir stýra, gáfu út myndband nú í morgun þar sem þjóðþekktir einstaklingar stíga fram og sýna þolendum ofbeldis stuðning.

Myndbandið er gefið út í tengslum við #MeToo bylgjuna sem hófst á Íslandi í síðustu viku. Fjöldi fólks hefur stigið fram á samfélagsmiðlum og í fjölmiðlum og greint frá kynferðisofbeldi sem það hefur orðið fyrir. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál