Streita vinnur ekki með þér í rúminu

Þegar samskiptin ganga illa getur það haft áhrif á kynlöngun …
Þegar samskiptin ganga illa getur það haft áhrif á kynlöngun fólks í sambandi. mbl.is/Colourbox

Sumir velja að vera undir álagi til að afkasta betur í lífinu. Streita getur verið jákvæð að vissu marki en fer aldrei vel með nánd og kynlíf. Það geta allir lent í því að upplifa streitu í vinnu, heima hjá sér eða í samböndum. Að ná tökum á streitunni getur haft mikil áhrif á gæði kynlífsins.

Hér eru nokkrir punktar sem gott er að hafa í huga. 

Samskipti

Samskiptavandi á milli fólks er eitt af því sem getur drepið kynlöngunina í sambandinu. Eins geta neikvæðar tilfinningar þegar ekki er staðið við sambandssamninga haft áhrif á kynlöngun fólks eða þegar framhjáhald hefur átt sér stað. Ef fólk í sambandi nær ekki að vinna úr málunum sjálft er mikilvægt að fá aðstoð sérfræðinga til að aðstoða með það. 

Áfengi

Einn drykkur getur látið fólki líða eins og það sé kynþokkafullt. Of mikið áfengi getur hins vegar gert fólk svo dofið að það upplifir ekki eðlilega kynlöngun. Þegar makinn er drukkinn getur það einnig verið fráhrindandi fyrir hinn aðilann. Ef þú hefur ekki stjórn á drykkjunni ættirðu að leita eftir aðstoð. 

Svefn

Ef þú upplifir minni kynlöngun gæti verið gott að skoða svefnmynstrið. Ferðu of seint að sofa eða vaknarðu of snemma? Það er margt sem getur haft áhrif á gæði svefnsins en góðar svefnvenjur gera oft kraftaverk fyrir kynlífið.

Börn

Lítil börn eru dásamleg og ættu ekki að hafa áhrif á nánd foreldra sinna. Hins vegar getur mikill tími farið í börnin svo ekki óttast þótt kynlöngunin minnkaitímabundið meðan á barneignum stendur. 

Lyf

Mörg lyf geta haft áhrif á kynlöngun fólks. Má þar nefna þunglyndislyf, blóðþrýstingslyf, getnaðarvarnapilluna, krabbameinslyf og fleira. 

Ræddu við lækninn þinn ef þú vilt skoða þennan þátt betur. 

Líkaminn

Það getur haft jákvæð áhrif á kynlöngunina að vera sáttur í eigin líkama. Þeir sem eru ósáttir við sig ættu alltaf að byrja á að læra að samþykkja og kunna að meta líkama sinn. Ef þú átt maka sem veit ekki virði sitt er gott að staðfesta það með fallegum orðum.

Ofþyngd

Ef fólk hefur misst tökin á þyngd sinni getur það haft áhrif á kynlöngunina. Það getur orðið erfitt að hreyfa sig eða að stjórnleysið hafi farið í virði manneskjunnar. Ekki hika við að skoða þessi mál með sérfræðingi. Sama hvernig fólk lítur út á það rétt á að elska og að vera elskað. 

Testósteron

T-hormónið hefur áhrif á kynlöngun karla. Þegar karlar fara á breytingaskeiðið getur testósteronmagnið í líkamanum minnkað. Þá getur verið gott að læra að stunda kynlíf á annan hátt eða leita til læknis með verkefnið. 

WebMD

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál