Óvíst hvort þau missa sig eða fara varlega

Sálfræðingar sem vísa í þróunafræðikenningar telja að fólk sem er …
Sálfræðingar sem vísa í þróunafræðikenningar telja að fólk sem er á lausu muni fara meira varlega en áður vegna kórónuveirunnar. mbl.is/Colourbox

Ef marka má nýjustu rannsóknir mun fólk sem er á lausu skiptast í tvær fylkingar þegar kórónuveiran er yfirstaðin. 

Rannsóknir benda til þess að um þriðjungur þeirra sem eru á lausu hafi ekki gert neinn skapaðan hlut meðan á faraldrinum hefur staðið. Innan við tíu prósent hafa sleppt öllu og þriðjungur hefur gert það sem hann gerði fyrir veiruna en í minna mæli. 

Sálfræðingar og hagfræðingar eru ekki alveg sammála um hvað muni gerast í náinni framtíð. Sálfræðingar sem vísa í þróunarfræðikenningar telja að fólk muni fara mun varlegar í sakirnar en áður en hagfræðingar spá sprengingu á stefnumótamarkaðnum. 

Rannsóknir benda einnig til þess að þeir sem eru með undirliggjandi heilsukvíða missi áhuga á kynlífi þegar heimsfaraldur ríkir  sama hversu aðlaðandi fólk býður upp á nánd.

Eitt er víst: ekki hafa öll sambönd lifað tímabilið af og því má ætla að fleiri verði á lausu en áður. 

Framtíðin mun leiða sannleikann í ljós. Mannfólkið er alls konar og því má ætla að sumir hafi lært meiri hófsemi á tímum veirunnar á meðan aðrir hafa verið í eins konar ástarmegrun og munu þá líklega missa sig þegar samfélagið fer að opnast aftur.

WebMD

mbl.is

Bloggað um fréttina