Báðir foreldrar Klöru glíma við fíkn

Klara Lind er dóttir alkahólista en tók ákvörðun að drekka …
Klara Lind er dóttir alkahólista en tók ákvörðun að drekka ekki. Ljósmynd/Aðsend

Klara Lind er 19 ára stelpa og aðstandandi alkóhólista. Báðir foreldrar Köru glíma við fíknisjúkdóm. Klara er opin með þessi mál. „Ég var einu sinni í bullandi sjálfsvorkunn og sagði fólki hverju ég lenti í til að láta vorkenna mér en í dag hata ég að fá vorkunn. Ég er stolt að sjá á hvaða stað ég er í dag,“ segir Klara í hlaðvarpsþættinum Það er von. 

Klara bjó ein með pabba sínum eftir að foreldrar hennar hættu saman. Uppeldi Klöru var óeðlilegt og í þættinum lýsir hún nokkrum atvikum sem voru hluti af daglegu lífi hennar. „Ég man eftir mér, ein úti í bíl, fyrir utan strippklúbb niðri í bæ meðan hann var inni í nokkra klukkutíma, ég spilaði snake í símanum á meðan.“

Þegar Klara var hálfnuð með fimmta bekk, tíu ára gömul, hitti hún mömmu sína í fyrsta skipti en þá hafði hún náð tveggja ára edrúmennsku. Ekki leið á löngu þar til mamma hennar féll. Klara segir það hafa verið erfitt að ákveða hvað hún ætti að kalla þessa konu sem hún þekkti ekki neitt. Megnið af tímanum sem Klara bjó hjá mömmu sinni var hún inn og út úr meðferðum og segir Klara það hafa tekið á. „Það sem ég er samt þakklát fyrir er að hún var ekki í miklum samskiptum við mann þegar hún var í því, hún var mest lokuð inni á baði, inni í herbergi eða úti. Ekki mikið að bjóða heim í partí.

Ég sagði barnavernd að ég vildi ekki hitta pabba minn, hann beitti mig andlegu og líkamlegu ofbeldi alla daga þegar ég bjó hjá honum. Foreldrar tveggja vinkvenna minna tilkynntu og ég sýndi öll einkenni,“ segir Klara. Aðspurð segir Klara að hún sé reið út í kerfið þar sem systkini hennar voru sett ung í fóstur. Í áttunda bekk fór Klara í fóstur á Akranes, fóstur sem átti aðeins að vera í tvo mánuði meðan mamma hennar færi í meðferð. Margt hefur breyst síðan hún fór í fóstur en hún er enn á Akranesi. Hún fékk þar það sem hún þurfti og breytti það öllu eins og hún orðar það sjálf.

Klara hefur ekki talað við pabba sinn síðan hún lokaði á hann eftir örlagaríka bílferð fyrir átta árum. „Eina tilfinningin sem ég finn til pabba míns er reiði.“

Sjálf tók Klara ákvörðun um að sleppa öllu áfengi fyrir tveimur árum. Hún finnur þó fyrir fíkninni og leitar í mat þegar henni líður illa. „Ég tók þá ákvörðun fyrir rúmum tveimur árum að sleppa áfengi alveg því það eru miklar líkur á að ég þrói með mér fíkn,“ segir þessi skynsama unga stelpa. 

Hægt er að hlusta á þátt­inn á hlaðvarpsvef mbl.is. 

mbl.is

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

Sigga Dögg kynfræðingur Betra kynlífs svarar spurningum lesenda.

félags- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

svarar spurningum lesenda