Náði ekki markmiðinu en er á betri stað

Hjálmar Örn Jóhannsson breytti um lífsstíl.
Hjálmar Örn Jóhannsson breytti um lífsstíl. mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir

Skemmtikrafturinn Hjálmar Örn Jóhannsson setti sér það markmið í apríl að léttast um tíu kíló fyrir 4. júní. Hann náði ekki markmiðinu en segist í samtali við Smartland engu að síður ánægður með árangurinn sem hann hefur náð. Lífsstílsbreytingin er komin til að vera.

Hjálmar ætlaði að fara úr 114 kílóum niður í 104. „Ég er í dag 108 kíló. Ég segi að það sé betra að setja markið hátt og ná ekki að standa við það en setja það lágt og ná að standa við það. Ég uppgötvaði að ég ætlaði í 110 prósent lífsstílsbreytingu en endaði í 30 prósent. Það tók mig tvo daga að átta mig á það væri bara allt í lagi. Ég er á betri stað en þegar ég fór af stað.“

Sumrinu fylgir grillmatur og sósur en Hjálmar segir ekki endilega erfiðara að hugsa um mataræðið á sumrin en á öðrum árstíma. „Allir ársfjórðungar eru erfiðir. Það er alltaf eitthvað; jólin, páskar, janúar. Ég hef oft hugsað þetta. Það er sennilega aldrei,“ segir Hjálmar. 

Honum líður töluvert betur líkamlega þó svo hann glími við ýmsa kvilla. Hann telur að ástæðan sé breytt mataræði. „Ég breytti alls konar hlutum. Ég hætti að troða svona miklu brauði í mig. Ég fasta í 70 prósent tilfella. Ég er helvíti harður á því að borða ekkert fyrr en hálftólf tólf. Ég reyni að borða ekki eftir níu á kvöldin, sem gengur mjög vel. Þetta eru ákveðnir hlutir sem hafa sennilega haft áhrif á bólgur í líkamanum og fleira.“

Auk þess að taka til í mataræðinu er Hjálmar byrjaður að stunda Oxford-hreyfinguna en hann bjó í Oxford árið 1993. Í því felst að hann gengur annan hvern dag í hálftíma. „Ég lét engan vita, ég byrjaði á því fyrir tveimur vikum,“ segir Hjálmar, sem fer meðal annars Stílfuhringinn sem Árbæingar þekkja vel.

Hjálmar segir að brauð sé aðaluppistaðan í sinni fæðu og segist ekki hafa fundið neitt í staðinn fyrir það. Hann hefur þó minnkað brauðátið til muna rétt eins og annað. „Ég ákvað að gera þetta að ævilöngu lífsstílsmarkmiði, að temja mér betra líferni. Ég vil ekki hætta neinu, ég vil minnka hlutina, ég vil borða minna sælgæti, ég vil fækka orkudrykkjum, ég vil borða minna brauð.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál