Kennir ekki Hollywood um átröskunina

Elisa Donovan lék í kvikmyndinni Clueless árið 1995.
Elisa Donovan lék í kvikmyndinni Clueless árið 1995. Skjáskot/Instagram

Leikkonan Elisa Donovan glímdi við átröskun þegar hún fór með hlutverk sitt í kvikmyndinni Clueless. Hún kennir Hollywood ekki um sjúkdóminn heldur segir hún ástæðu veikindanna vera margþætta. 

„Átraskanir eru svo flóknar, flóknari en að leika í sjónvarpsþætti og einhver segir þér að grennast. Þetta snýst ekki um það. Og það er vandamálið, fólk einblínir á líkamann. Þannig að þegar einhver verður heilsusamlegri í útliti, þá heldur viðkomandi að hann sé búinn að læknast,“ sagði Donovan í viðtali við Page Six

Donovan fór með hlutverk Amber Mariens í Clueless sem kom út árið 1995. Hún segir átröskun vera þríþættan sjúkdóm. „Hann er andlegur, líkamlegur og tilfinningalegur sjúkdómur. Það er svo miklu meira en það. Ég held að Hollywood sé með slæmt orðspor vegna þessa. Á meðan við hvetjum án efa til ákveðinnar hegðunar sem er ekki heilsusamleg, þá var það ekki rótin að átröskun minni. Þetta var bara hinn fullkomni staður fyrir mig til að vera veik á,“ sagði Donovan. 

Donovan finnur mikinn styrk í því að ræða um átraskanir opinberlega og um forvarnir við sjúkdómnum. „Ég vil að fólk sem þjáist, viti að það er hægt að sigrast á sjúkdómnum og þú getur átt þér líf án þess að leyfa sjúkdómnum að stjórna því. Þannig að þegar ég er spurð, þá svara ég alltaf.“

Donovan segir átröskun vera þríþættan sjúkdóm.
Donovan segir átröskun vera þríþættan sjúkdóm. Skjáskot/Instagram
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál