Gangandi kraftaverk eftir mikla neyslu

Jada Pinkett Smith.
Jada Pinkett Smith. AFP

Leikkonan Jada Pinkett Smith opnaði sig um fíknivanda sinn í þætti sínum Red Table Talk á Facebook. Þar lýsti hún því hvernig hún byrjaði ung að drekka sterkt vín og byrjaði seinna að taka inn eiturlyf. Pinkett Smith lýsti sjálfri sér sem lifandi kraftaverki. 

Pinkett Smith var orðin svo hörð drykkjukona að henni fannst rauðvínsdrykkja eins og að drekka vatn að því er fram kemur á vef People. Hún blandaði saman eiturlyfinu alsælu, áfengi og grasi. „Ég var ekki að gera neitt sem ég hélt að væri ávanabindandi,“ segir Pinkett Smith. „En ég tók þessar þrjár tegundir saman, það var kokteillinn minn.“ Pinkett Smith lýsti því að þolið hefði orðið æ meira. Tvær flöskur voru ekki nóg, þess vegna blandaði hún öllu saman til þess að komast í vímu hraðar og lengur. 

Leikkonan leit ekki á sig sem fíkil enda drakk hún ekki á hverjum degi. Hún tók langar helgar og skemmti sér frá fimmtudegi fram á mánudagsmorgun. Hún á stutt að sækja fíknigenin en móðir hennar glímdi við heróínfíkn.

Pinkett Smith, sem verður fimmtug í haust, lýsti því hvernig hún lenti á botninum í tökum á Nutty Professor sem kom út árið 1996 að því er fram kemur á vef E!. Hún mætti í vinnuna undir áhrifum alsælu og það endaði illa. Hún laug að öllum að hún hefði tekið gamalt lyf sem var í vítamínkrukku. „En ég skal segja ykkur hvað ég gerði. Ég hunskaðist í vinnuna og mætti í tökur. Þetta var í síðasta sinn.“

Vímuefnavandinn er ekki eina fíknin sem Pinkett Smith glímir við en hún hefur einnig opnað sig um ástar- og kynlífsfíkn sína. „Þegar ég hugsa til baka þá er ekki vafi á því að ég er gangandi kraftaverk,“ sagði Pinkett Smith. Leikkonan er ekki alveg hætt að drekka og fær sér léttvínsglas af og til. Hún lætur þó sterka áfengið vera. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál