Erfitt að borða 11 þúsund kaloríur á dag

Mark Wahlberg þurfti að bæta á sig fyrir kvikmyndahlutverk.
Mark Wahlberg þurfti að bæta á sig fyrir kvikmyndahlutverk. Samsett mynd

Hollywood-stjarnan Mark Wahlberg bætti á sig rúmlega tíu kílóum á einum mánuði fyrir kvikmyndahlutverk í myndinni Stu. Hugmyndin um að borða mikið var fljótlega leiðinleg og reyndist það vera mjög erfitt að þurfa að borða á þriggja tíma fresti. 

„Því miður þurfti ég að borða sjö þúsund kaloríu í tvær vikur og 11 þúsund kaloríur í aðrar tvær vikur,“ sagði Wahlberg í viðtali við spjallþáttastjórnandann Jimmy Fallon á dögunum. „Og það var skemmtilegt í svona klukkutíma. Þetta var svo líkamlega erfitt. Þegar þú þart að léttast ferðu bara í gegnum það á hnefanum og borðar ekki og æfir. En þetta, jafnvel þegar þú ert saddur. Ég vaknaði eftir máltíð og þurfti að borða aðra máltíð. Ég þurfti að borða á þriggja klukkutíma fresti. Það var ekki skemmtilegt.“

Whalberg sem er nýorðin fimmtugur segir erfiðara með árunum að léttast og þyngjast til skiptis. Hann hafði hins vegar reynt að gera kvikmyndina í sex ár og fjármagnaði hana að hluta til sjálfur. Hann hafði einungis mánuð til þess að taka hana upp og ákvað að leggja allt í sölurnar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál