Aldrei tekist að hagnast á fíkniefnasölu

Hlynur Kristinn Rúnarsson og Tinna Guðrún stjórna hlaðvarsþættinum Það er …
Hlynur Kristinn Rúnarsson og Tinna Guðrún stjórna hlaðvarsþættinum Það er von. Alexander Svanur er nýjasti viðmælandi þeirra.

Alexander Svanur byrjaði að fikta við neyslu kannabisefna í 10. bekk. Eftir langa og erfiða neyslusögu er hann búinn að vera án hugbreytandi efna í fjóra og hálfan mánuð. Í hlaðvarpsþættinum Það er von segir Alexander að þrátt fyrir stuttan edrútíma hafi hann lært margt, bæði um sjálfan sig og sjúkdóminn. 

Æska Alexanders var lituð af sorg og erfiðum tilfinningum. Bróðir hans lést og faðir þeirra lenti í alvarlegu umferðarslysi þar sem ökumaður undir áhrifum lyfja keyrði hann niður, þar sem hann var á mótorhjóli.

Alexander var settur á rítalín í grunnskóla en vildi ekki taka lyfið. Hann losaði sig við lyfið til sprautufíkla niðri á Granda eins og hann orðar það. 17 ára gamall var hann kominn í viðskipti við hættulega einstaklinga. Hann segist hafa orðið hræddur og bakkað. „Ég fór að vinna á bensínstöð og borgaði skuldirnar mínar. Mér hefur aldrei tekist að selja fíkniefni í hagnaði,“ segir Alexander. 

Neyslan hætti ekki og spann Alexander stóran lygavef til þess að fela neysluna fyrir kærustunni og foreldrum sínum. Eftir að tíu ára sambandi Alexanders og þáverandi kærustu hans lauk tók við gott tímabil í lífi hans, þar til neyslan tók öll völd á ný. „Ég var í einhverri maníu, misnotaði lyfin mín og tók sterk fíkniefni til að keyra mig áfram. Það sem mér finnst verst er hvað hegðun mín hafði áhrif á marga, fjölskylduna mína, vini og vinnuumhverfi, maður dreifði bara skít alls staðar.“

Einn daginn, á niðurtúr, spurði pabbi hans hvað væri að og Alexander sagði satt, honum leið nógu illa til þess. Á þessum tímapunkti hófst meðferðarsaga, honum var hent út, flutningar á milli íbúða, tímabil sem einkennist af miklu ofbeldi og neyslan orðin að volæði. „Þarna var ég löngu orðinn maðurinn sem ég ætlaði aldrei að verða.“ Síðasta fall Alexanders endaði illa og upplifði hann örvæntingu drukknandi manns sem var tilbúinn að gera hvað sem er til að ná bata.

Í hlaðvarpsþættinum talar Alexander um fyrirgefningu og tilfinningar og hvernig meðferð í Svíþjóð hefur hjálpað honum að líða betur í eigin skinni. Það sem stendur upp úr á þeim tíma sem hann hefur verið edrú er að Alexander finnur að honum getur liðið vel edrú, það er allt í lagi að vera alkóhólisti og honum má líða vel. Það er ómetanlegt að fá að vera til staðar og fá traust. „Ég er ótrúlega þakklátur fyrir það í dag hvað foreldrar mínir voru erfiðir við mig þegar ég var að reyna að vera í neyslu,“ segir Alexander sem hefur lifað tímanna tvenna en náði að snúa við blaðinu. 

Hægt er að hlusta á Það er von á hlaðvar­spvef mbl.is. 

mbl.is

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu svarar spurningum lesenda.

félags- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

svarar spurningum lesenda