Svona borðaði prinsessan fyrir brúðkaupið

Beatrice princessa og Edoardo Mapelli Mozzi gengu í hjónaband í …
Beatrice princessa og Edoardo Mapelli Mozzi gengu í hjónaband í fyrra. AFP

Beatrice prinsessa á von á sínu fyrsta barni með eiginmanni sínum, Edoardo Mapelli Mozzi, en þau giftu sig í fyrrasumar í lítilli athöfn. Næringarfræðingurinn Gabriela Peacock er vinkona hinnar 32 ára gömlu prinsessu og þekkt fyrir að hjálpa kóngafólkinu fyrir merkisviðburði. 

Beatrice hefur sjálf ekki greint frá hvað hún borðaði fyrir brúðkaupið en hún er talin leggja áherslu á grænkerafæði í mataræði sínu. Áður en Beatrice þurfti að fresta brúðkaupinu og fækka gestum var Peacock talin hafa hjálpað henni. 

„Ég elska að hjálpa vinum mínum fyrir merkisviðburði. Beatrice er ein af mínum bestu vinkonum og við erum öll svo spennt fyrir hennar hönd,“ sagði Peacock eitt sinn í viðtali við Hello. Hér gefur að líta hvað Beatrice er talin hafa borðað fyrir brúðkaupið í fyrra. 

Morgunmatur á milli 6 og 9

Peacock mælir með staðgóðum morgunmat sem heldur orkunni uppi. Egg og grænmeti er góður kostur. Rúgbrauð eða ávextir, prótínhafragrautur eða granóla og ósæt jógúrt. 

Hádegismatur á milli 11 og 14

Vinkona Beatrice mælir með að borðaður sé góður hádegisverður þar sem lögð sé áhersla á holla fitu eins og prótíngjafa á borð við lax, kjúkling og tófú. Á diskinn mælir hún einnig með grænmeti, kínóa, brúnum hrísgrjónum eða sætum kartöflum. Best er að búa til eigin dressingu í stað þess að kaupa tilbúnar sósur. 

Millimál á mili 16 og 17

Næringarfræðingurinn segir gott að borða millimál til þess að koma jafnvægi á blóðsykurinn og halda orkunni uppi. Best er að forðast sykur. 

Kvöldmatur fyrir klukkan átta

„Hafðu kvöldmatinn minni en hádegismatinn og morgunmatinn,“ sagði Peacock. Hvítur fiskur, tófú eða kalkúnn með gufusoðnu grænmeti og salati er tilvalið. mbl.is