Taldi sér trú um að hún væri í ofþyngd

Nathalie Emmanuel í Game of Thrones.
Nathalie Emmanuel í Game of Thrones.

Game of Thrones-leikkonan Nathalie Emmanuel hugsar vel um líkamann, æfir vel og borðar hollan mat. Heilbrigði snýst þó meira um andlega líðan en æfingar og kaloríur. Í viðtali við Women's Health viðurkennir Emmanuel að hafa talað sjálfa sig niður og borið sig saman við annað fólk. 

Það tók hana mörg ár að eiga í heilbrigðu sambandi við líkama sinn. Hún segir að gömul minning, mynd af henni sem birtist á Facebook, hafi breytt öllu. Hún horfði á myndina og hugsaði með sér að hún hefði litið vel út. Hún mundi samt eftir því að á sama tíma hugsaði hún með sér að hún væri allt of þung og að hún þyrfti að gera ýmislegt sem væri óheilbrigt. 

„Hvað er það sem þú vilt?“ er spurning sem Emmanuel spyr sig en hún þarf stöðugt að minna sig á réttan hugsunarhátt. „Ég þurfti að breyta sambandi mínu við æfingar og hvað ég vil fá út úr þeim,“ sagði hún. Leikkonan hefur alltaf hreyft sig mikið, æft dans og er menntaður jógakennari. Í stað þess að æfa til þess að líta út á ákveðinn hátt æfir hún til að ná ákveðnum árangri. Hún er til dæmis núna með þau markmið að geta gert upphífingar, bæta þolið, byggja upp styrk í öxlum og æfa ákveðna jógastöðu. 

Nathalie Emmanuel úr Game of Thrones hélt hún væri í …
Nathalie Emmanuel úr Game of Thrones hélt hún væri í ofþyngd.

Emmanuel æfir með þjálfara í Lundúnum fjórum sinnum í viku. Hann lætur hana taka spretti upp brekku, brennslu- og styrktaræfingar með eigin þyngd. Jóga hefur alltaf verið stór hluti af lífi hennar. Hún byrjaði að stunda jóga þegar hún var 18 ára og andleg heilsa hennar hafði versnað mikið. 

Leikkonan er grænkeri. Hún byrjaði á því að taka út mjólkurvörur vegna mígrenis og smám saman þróaðist mataræðið þannig að hún tók aðrar dýraafurðir út úr því. Hún fann mikinn mun þegar hún breytti mataræðinu. Hún fór til dæmis að sofa betur og vaknaði án vekjaraklukku. 

 

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál