Rétt ákvörðun að fara í meðferð

Kit Harington fór í meðferð þegar Game of Thrones kláraðist.
Kit Harington fór í meðferð þegar Game of Thrones kláraðist. AFP

Game of Thrones-stjarnan Kit Harington telur það hafa verið rétta ákvörðun að fara í meðferð eftir að Game of Thrones lauk göngu sinni. Hann segir þættina hafa tekið mikið á sig andlega. 

Harington lagðist inn á meðferðarstöðina Pricé-Swiss í maí 2019 og sótti sér hjálp vegna kvíða og áfengisvanda. Hann fór inn rétt áður en lokaþáttur Game of Thrones fór í loftið.

„Ég gekk í gegnum mikla andlega erfiðleika eftir Thrones, sérstaklega undir lok þáttanna og í endann satt best að segja. Og ég held að það hafi verið beinar afleiðingar af þáttunum og því sem ég hafði verið að gera í mörg ár,“ sagði Harington í viðtali í The Jess Cagle Show

Harington fór með hlutverk Jons Snows í Game of Thrones í öllum átta seríunum. Hann segist hafa séð að hann þyrfti að stíga á bremsuna, taka athyglina af frama sínum og frægð og hugsa um heilsuna. 

„Ég tók eiginlega svona frí eftir þættina. Ég vann ekki í ár eftir það og hugsaði bara um sjálfan mig. Ég er mjög ánægður með að hafa gert það,“ sagði Harington. 

Skömmu áður en Harington fór í meðferð var honum hent út af bar í New York vegna ölvunar. 

Rose Leslie og Kit Harington.
Rose Leslie og Kit Harington. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál