Svona verður þú 120 ára að mati sérfræðinga

Það getur verið góð hugmynd að sjá sig gamlan í …
Það getur verið góð hugmynd að sjá sig gamlan í góðu formi. Af hverju ekki að ímynda sér að verða 120 ára í góðu formi? mbl.is/Colourbox

Alex Zhavoronkov, sérfræðingur í heilsutækni og langlífi, segir ýmislegt hægt að gera til að halda sér ungum í anda. Hann skrifaði grein í Forbes nýverið þar sem hann kennir fólki að hækka rána og hugsa öðruvísi. Hann trúir því að fólk geti orðið 120 ára. 

1. Vertu opin/n fyrir langlífi

„Ekki vænta þess að lifa jafn lengi og foreldrar þínir eða amma og afi. Lífslíkur fólks í dag eru betri en þær hafa áður verið. Að verða 120 ára er líklegra en þú heldur. Ef kona sem fæddist árið 1875, lifði af tvær styrjaldir og hætti að reykja þegar hún var 107 ára náði að lifa þar til hún varð 122 ára  af hverju ættir þú ekki að geta gert hið sama?“

2. Ímyndaðu þér þig gamla/n

„Þetta er góð leið til að halda sér ungum. Margir óttast að verða gamlir vegna þess að þeir ímynda sér að þeir verði gamlir og veikir. Ekki falla í þá gildru. Ef þú ímyndar þér að þú sért einungis aðeins gráhærðari eða minni en annars í frábæru formi er auðveldara að ímynda sér sig eldast. Ekki gleyma að þakka yngri þér fyrir allar góðu ákvarðanirnar sem þú hefur tekið í lífinu til að verða svona hress á efri árum.“ 

3. Lærðu að kafa

„Hversu lengi getur þú haldið niðri í þér andanum? Eina mínútu, tvær eða þrjár? Ef þú heldur að þú getur haldið niðri í þér andanum lengur, þeim mun meiri líkur eru á því. Prófaðu að gera þetta með stærri hópi og sjáðu hvað gerist þá. 

Ef þú lærir að kafa mun kennarinn fræða þig um takmarkanir líkamans og tímann sem fólk getur haldið niðri í sér andanum. Sem dæmi þá var metið fyrir karla árið 2009 11 mínútur og 35 sekúndur. Á einungis nokkrum dögum geturðu lært að halda lengur niðri í þér andanum en áður því mikið af þeirri þjálfun er sálfræðilegt. 

Það sama á við um langlífi. Þeim mun lengur sem þú heldur að þú munir lifa, þeim mun líklegra er að þú gerir það.“

4. Haltu áfram að læra

„Það er ótrúlega mikið til af námskeiðum á netinu sem falla undir lífeðlisfræði, lyfjafræði og langlífi. Sum þessara námskeiða kosta ekki mikið og eru einungis nokkrar klukkustundir að lengd.“

5. Farðu á ráðstefnur

„Það er fjöldinn allur af ráðstefnum þar sem helstu fræðimenn heims koma saman og fjalla um nýjustu rannsóknir á langlífi. Leitaðu að ráðstefnu með fagfólki. Ég get mælt með mörgum góðum rannsóknum um það að eldast (e. Age research), Drug Discovery (ARDD), AGE-fundum, Scince of Aging- og Rejuvenation Biotechnology-ráðstefnum (SENS). Ef við höldum áfram að læra nýja hluti hjálpar það okkur og af hverju ekki að vita allt um það hvernig maður eldist vel?“

6. Að tengjast fólki á sömu blaðsíðu

„Það er áhugavert að vera í kringum fólk sem hugsar eins og maður sjálfur. Sumir hafa engan sérstakan áhuga á að lifa lengi en annað fólk er stöðugt að finna leiðir til að lifa góðu lífi lengi. Forðastu að lenda í krabbakörfunni, það er umgangast fólk sem dregur þig niður. Sumir eru öfundsjúkir og sífellt að keppa við aðra. Ef vinir þínir hugsa ekki um langlífi eins og þú, af hverju finnurðu þér þá ekki nýja vini?“

7. Fylgdu áhugaverðu fólki á samfélagsmiðlum

„Fræðimenn í dag eru með alls konar síður sem hægt er að fylgja til að fá upplýsingar um góðar leiðir til að lifa lengi. Samfélagsmiðlar þínir gætu verið fullir af fólki með áhugaverða þekkingu.“

8. Haltu þér í góðu formi

„Ef þú hefur ekki hreyft þig lengi ættirðu að ræða áætlun um slíkt við læknirinn þinn. Finndu leið til að styrkja vöðvana. Jóga er gott, tai-chi og fleira. Ef þú lítur út fyrir að vera ung/ur eru líkur á að þú verðir líkamlega og sálfræðilega ungur líka.“

9. Lærðu nýtt tungumál

„Að læra nýtt tungumál er ekki einungis til að tala það heldur aðstoðar það okkur við að halda okkur ungum. Hægt er að læra fjöldann allan af tungumálum á netinu. Þótt þú munir aldrei ná alveg tökunum á nýju tungumáli þá er það að læra nýtt tungumál gott fyrir heilann og undirbýr okkur fyrir langa framtíð sálfræðilega. Það er bæði fyndið og gaman að takast á við eitthvað sem maður er ekki góður í.“

10. Lærðu á hljóðfæri

„Að læra á hljóðfæri getur komið í veg fyrir hugrænan vanda í framtíðinni. Það þarf að rannsaka þetta svið betur en líklegast heldur það að læra á hljóðfæri heilanum í vissri virkni.“

mbl.is