Lögreglan varaði Bjartmar við að hafa uppi á stolnum hjólum

Bjartmar Leósson var gestur í hlaðvarpinu Það er von.
Bjartmar Leósson var gestur í hlaðvarpinu Það er von.

Bjartmar Leósson kannast kannski einhverjir við sem hafa einhvern tímann glatað hjóli sínu og fengið það aftur. Bjartmar er stundum kallaður „hjólahvíslarinn“ enda hefur hann skilað óteljandi hjólum til eigenda sinna eftir að þau hafa verið tekin ófrjálsri hendi.

Bjartmar er hvorki með fíknisjúkdóm né aðstandandi einhvers með fíknisjúkdóm en hefur nálgast jaðarsett fólk á jafningjagrunvelli í gegnum samtöl í stað þess að finna sökudólga og refsa þeim fyrir að stela reiðhjólum og öðrum munum. Bjartmar var gestur í hlaðvarpinu Það er von. 

Bjartmar vinnur á leikskóla á daginn og notar tíma sinn í að finna stolin hjól fyrir fólk. Fyrir nokkrum árum fór hann að taka eftir mörgum tilkynningum um stolin hjól í miðbænum og segir að það séu oftar en ekki okkar veikustu bræður og systur í samfélaginu sem eru að bjarga sér.

„Eins og einn sagði við mig: við erum ekki vont fólk, við erum veikt fólk. Þetta er mér mjög hugleikið og hefur opnað augu mín fyrir ákveðinni stöðu ákveðins hóps og ég velti fyrir mér hvort það mætti ekki gera margt öðruvísi og betur fyrir þennan hóp,“ segir Bjartmar. 

Fyrir tveimur árum gat Bjartmar ekki horft lengur upp á reiðhjól safnast saman fyrir framan ákveðna staði í bænum og tók málin í sínar hendur. „Þarna voru til dæmis racer-ar tilbúnir í Wow cyclothon upp á minnst 300 þúsund, ég sá lögguna keyra framhjá og fólk labba en enginn gerði neitt,“ segir Bjartmar og bætir við að lögreglan hafi varað hann við því að hefja þetta verkefni, að ná til baka stolnum hjólum fyrir fólk, því fólk gæti verið í annarlegu ástandi og jafnvel beitt hann ofbeldi. „Ég lét það sem vind um eyru þjóta.“ 

Bjartmar ræðir um umburðarlyndi sem hann miðlar áfram til fólk sem hann skilar hjólum til og einnig um fíkniefnasala sem eru hættir að taka við hjólum fyrir efni. 

Í gegnum þetta gæluverkefni hefur Bjartmar séð menn ná undraverðum bata, sem dæmi mann þar sem gneistaði á milli þeirra í upphafi og maðurinn réðst að honum en með því að nálgast hann á persónulegum nótum og jafningjagrundvelli náði Bjartmar í gegn. „Það er þarna sem maður lærir, þetta er það stærsta sem ég hef upplifað í gegnum þetta. Pabbi þessa stráks var búinn að hringja í prest því það sá enginn að það væri leið út en hann er edrú í dag,“ segir Bjartmar.

Bjartmar ræddi einnig þær úrbætur sem hann vill sjá í kerfinu fyrir jaðarsett fólk en hann segir þurfa að færa aðstoðina inn í kerfið, svo ekki þurfi að treysta á framlag einstaklinga.

Hlusta má á viðtalið í heild sinni á hlaðvarpsvef mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál