Solla er á krossgötum: Nýtt heimili og ný tilvera

Sólveig Eiríksdóttir eða Solla Eiríks eins og hún er jafnan kölluð er sannkallaður heilsuriddari sem hefur staðið vaktina í meira en 30 ár. Hún prýðir forsíðu Heilsublaðs Morgunblaðsins sem kom út í dag. Í viðtalinu ræðir hún vonir og væntingar, ferðalag sitt um heilsuheiminn og breytta stöðu en hún og Elías Guðmundsson skildu á dögunum eftir 19 ára samband. Handan við hornið er nýtt heimili og ný tilvera. 

Solla segir að þetta hafi verið sameiginleg ákvörðun og þau haldi hvort í sína áttina í sátt og samlyndi.

Er hægt að skilja í góðu?

„Ég get bara talað fyrir mig, en við áttuðum okkur bæði á því að við höfðum þroskast í sundur eftir sérlega viðburðaríkan og skemmtilegan tíma saman og tókum sameiginlega ákvörðun um að halda hvort í sína áttina. Það er ekkert skemmtilegt að skilja, og því ferðalagi fylgir alls konar tilfinningakokteill. Við erum bæði mjög sátt við þessa ákvörðun okkar og ákváðum að varðveita góðar minningar og gera þetta eins fallega og hægt væri,“ segir Solla í viðtali við Heilsublað Morgunblaðsins. 

Hér getur þú lesið viðtalið í heild sinni! 

Solla Eiríksdóttir prýðir forsíðu Heilsublaðs Morgunblaðsins.
Solla Eiríksdóttir prýðir forsíðu Heilsublaðs Morgunblaðsins. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál