5 skotheld ráð til þess að komast aftur í æfingagírinn!

Anna Eiríksdóttir deildarstjóri í Hreyfingu.
Anna Eiríksdóttir deildarstjóri í Hreyfingu. Ljósmynd/Saga Sig

Leikfimidrottningin Anna Eiríksdóttir, deildarstjóri í Hreyfingu og eigandi annaeiriks.is, veit að það getur verið eriftt að koma sér af stað eftir sumarfrí. Hér deilir hún góðum ráðum fyrir þá sem þrá að hreyfa sig meira og lifa heilsusamlegra lífi.

1Hvað finnst þér skemmtilegt að gera?

Þetta er stór spurning en það er klárt mál að ef við finnum hreyfingu sem okkur þykir skemmtileg þá verður það ánægja en ekki kvöð að stunda hana.

2. Finndu þér æfingafélaga.

Það skiptir öllu máli að finna sér góðan æfingafélaga eða hóp til að æfa með, þá snýst æfingin ekki bara um hreyfinguna heldur nærir líka félagslegu hliðina, sem gerir æfinguna svo miklu skemmtilegri fyrir vikið.

Unsplash

3. Öll afrek byrja á ákvörðun um að reyna.

Hvaða afreki langar þig að ná tengt hreyfingu: Hlaupa 5 km; ganga Esjuna; hjóla til Þingvalla; geta 10 armbeygjur eða bara ganga upp stiga án þess að mæðast? Taktu ákvörðun um að reyna og þér mun takast það!

4. Góðir hlutir gerast hægt.

Maðurinn verður ekki meistari í neinu á einni nóttu. Það þarf að gefa sér tíma til þess að ná markmiðum sínum hver svo sem þau eru. Gott er að gera smá plan um hvernig fólk ætlar að ná þeim. Hver eru þín markmið?

5. Mataræðið breytir öllu.

Hugsaðu vel um þig, nærðu þig á góðan hátt, borðaðu fæðu sem fyllir þig af orku og veitir líkamanum vellíðan. Enginn er fullkominn í mataræðinu, 80/20-reglan hentar mörgum vel!

Unsplash
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál