Varð fyrir grófu einelti í æsku

Gunnar Diego hefur verið edrú í 15 ár.
Gunnar Diego hefur verið edrú í 15 ár.

Gunnar Diego varð fyrir grófu einelti í æsku af hálfu skólasystkina sinna. Hann einangraðist mikið á skólaárunum, leið illa og var farinn að tjá sig um sjálfsvígshugsanir snemma. Hann á langa sögu um neyslu fíkniefna og fór fyrst í meðferð 19 ára gamall. Gunnar var gestur í hlaðvarpinu Það er von. 

„Ég var sendur út í búð að kaupa mjólk fyrir mömmu og pabba og var heppinn ef ég komst heim með mjólkurpottinn heilan, þarna voru líka yngri krakkar farnir að ráðast á mig. Þetta var orðið normið mitt,“ segir Gunnar um æsku sína. Hann fann fyrir mikill vanlíðan, lokaði sig af og fann á sama tíma fyrir því að hann kæmi að lokuðum dyrum alls staðar. 

Í 9. bekk beitti kennari hann ofbeldi og tvíhandarbrotnaði hann. Eftir það skipti hann um skóla en ástandið skánaði ekkert. „Ég er fixari og mixari, byrja ungur með tölvuleikjum og öðru en þróast og blandast saman við annað,“ segir Gunnar. 

Hann byrjaði snemma að nota fíkniefni þar sem hann upplifði sig samþykktan í hóp þeirra sem eru í neyslu. Á þessum tíma í lífi hans var neyslan í forgangi en afneitunin algjör. 

„Pabbi er maður sem er ekkert að skafa af hlutunum en mamma grét bara, hann og mamma voru á rúnti á Selfossi og tóku Eyrarbakka heim. Hann sagði mér þegar þau komu heim að mamma hafi bannað honum að taka mynd af Litla Hrauni, hann ætlaði að taka mynd af framtíðar heimilinu mínu,“ segir Gunnar um minningu frá unglingsárum sínum. 

Þegar hann er um 18 ára aldur fór Gunnar að finna fyrir neikvæðu hliðum neyslunnar. Þá rankaði hann við sé á dýnu inni í húsi sem var búið að girða af því það átti að fara rífa það. Það var vatnslaust en hann mátti pissa í klósettið. „Ég man eftir að hafa hugsað um fólkið sem bjó í húsinu og leyfði mér og vini mínum alltaf að koma inn, ég gæti aldrei verið í þeirra stöðu,“ segir Gunnar. 

Þegar hann var 19 ára fór hann í fyrsta skipti í meðferð á Vogi en fyrir það var hann vanur að sækja vini eftir innlögn og fara að nota. 

Í eitt skiptið náði Gunnar að vera edrú í fimm ár en þá reyndi hann sjálfvíg. Hann vildi frekar deyja en að tapa tímanum og falla. Þetta varð til þess að hann vaknaði til lífsins. Hann hefur leitað sér aðstoðar vegna fleiri vandamála en fíkn.

Í dag hefur hann verið edrú í tæp fimmtán ár og hefur gengið í gegnum og stór og mikil áföll. „Ég lærði að setja mörk og ég gat sett minni fyrrverandi þau mörk að ég gæti ekki aðstoðað hana. Það kvöld tekur hún líf sitt. Þetta var eitt erfiðasta tímabil í minni edrúmennsku,“ segir Gunnar.

Hægt er að hlusta á viðtali við Gunnar á hlaðvarpsvef mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál