Hvað er verra en að deyja úr kvíða?

Sara Pálsdóttir lögfræðingur og dáleiðari barðist lengi við kvíða.
Sara Pálsdóttir lögfræðingur og dáleiðari barðist lengi við kvíða. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Fólk hefur samband við mig iðulega og vill koma í dáleiðslu til að losna við kvíða, helst í einum tíma (væri það ekki draumur?), með því að koma, sitja og fá heilun, og eignast svo frábært líf, heilsu og líðan. Ef einungis það væri svona einfalt að losna undan þeirri hræðilegu bölvun sem krónískur kvíði er. Þá væri enginn með kvíða,“ segir Sara Pálsdóttir lögmaður og dáleiðari í sínum nýjasta pistli: 

Kvíði er alls konar ...

... nagandi sjálfsefi og sjálfsniðurrif, þar sem þú ert aldrei nóg og ekkert sem þú gerir er nóg.

... þú afplánar lífið í stað þess að njóta, kvíðinn rænir þig innri ró og friði.

... sjálfsmyndin er brotin, því sjálfsniðurrifið sem fylgir kvíðanum gerir ekki annað en að brjóta þig niður.

... þú vaknar jafnvel upp um miðjar nætur með hraðan hjartslátt, kvíða og vanlíðan.

... þú átt erfitt með svefn því kvíðahugsanir halda fyrir þér vöku.

... þú hefur sífelldar áhyggjur af hinu og þessu og getur þess vegna ekki notið líðandi stundar.

... þú getur ekki verið þú sjálf/ur eða látið drauma þína rætast af ótta við að mistakast, verða dæmd/ur eða hreinlega segja eitthvað asnalegt.

... þér finnst erfitt að fara á mannamót og vera í kringum annað fólk, óttast jafnvel að gera þig að fífli þótt ekkert bendi til þess.

... þér finnst erfitt að njóta lífsins, að fara í frí til útlanda getur jafnvel verið kvöð þar sem þú ert með sífelldar áhyggjur af því að eitthvað hræðilegt muni gerast.

...o.fl., o.fl.

Þetta er ekki eðlilegt ástand!

Versti óvinur mannsins er óttinn. Ég fór í gegn um þetta allt sem talið er upp hér að ofan. Lifði lífinu mínu í stanslausum ótta og lét stjórnast af honum. Afleiðingin voru veikindi og afar skert lífsgæði. 

Ég var staðráðin í að finna lausn á þessum vanda, kvíðanum. Eftir að hafa leitað til allra mögulegra og ómögulegra sérfræðinga til að fá aðstoð – ekkert gekk – hóf ég það sem ég hef síðan kallað sjálfsheilunarferðalag. Það ferðalag hófst á þeim ásetningi að fá algeran bata, algert frelsi frá öllum óheilbrigðum kvíða, krónískum verkjum og þreytu sem þá var að gera út af við mig. Ég las óteljandi bækur, lærði dáleiðslu og orkuheilun, byrjaði að hugleiða, prófaði allt sem mér datt í hug að prófa og vann ötullega að batanum mínum á hverjum einasta degi. Ég byrjaði að hugleiða vorið 2019 – um haustið sama ár, var ég orðin 90% laus við alla verki, þreytu og algerlega frjáls frá þessum lamandi kvíða sem hafði hertekið líf mitt. Ég eignaðist nýtt líf og varð ný manneskja, miklu miklu betri. Í dag er ég 100% frjáls frá þessu.

Í framhaldinu fékk ég sýn um að hjálpa öðrum að öðlast það sem ég öðlaðist. Þess vegna bjó ég til Facebook grúppuna ,,Frelsi frá kvíða – ókeypis fræðsla og dáleiðslur“, til að koma boðskapnum á framfæri. Þess vegna bjó ég til námskeiðið ,,Frelsi frá kvíða“ sem er helgarnámskeið sem hefur að geyma alla þá fræðslu, þjálfun, dáleiðslu og heilun sem færði mér algert frelsi frá óheilbrigðum kvíða. Sem færði mér lífsgæði sem eru svo stórkostleg að ég hélt að það væri ekki hægt að öðlast svo gott líf og líðan. Sem færði mér þá lífsnauðsynlegu færni að geta stjórnað því hvað ég hugsa og hvernig mér líður. Og mér líður vel. :) 

Hvað ég hefði gefið mikið fyrir að hafa þessa lausn, sem þetta námskeið felur í sér, fyrir mörgum mörgum árum! Þá hafði líf mitt verið allt öðruvísi. En það er aldrei of seint. Þú getur byrjað strax í dag, með því að skrá þig í grúppuna, með því að skrá þig á næsta námskeið (helgin 11-12. September n.k).

Þú þarft ekki að lifa í kvíða. Það er von, það er svo miklu miklu betra líf handan við hornið! Þú getur ekki verið þú sjálf/ur eða lifað því lífi sem þú vilt lifa með kvíðann liggjandi ofan á þér, haldandi þér niðri. Ég get ekki lýst því með orðum hvaða breyting varð á mér og mínu lífi eftir að ég fékk algjört frelsi frá öllum óheilbrigðum kvíða! Ég gerbreyttist, ég varð loksins ég sjálf, sú manneskja sem mér var alltaf ætlað að vera, heilbrigð, hamingjusöm, kraftmikil, sjálfsörugg, kærleiksrík, hugrökk og algerlega einstök. Ímyndaðu þér að geta stjórnað hugsunum þínum og líðan þinni, verið í kærleika, þakklæti, gleði, hugrekki og frelsi alla daga!  

Fólk setur fyrir sig að borga fyrir námskeið til að læra þetta en hugsaðu eitt: Hversu mikils virði er það að geta stjórnað líðan sinni og hugsunum? Það er ómetanlegt. Hversu mikils virði er það að líða vel í eigin skinni, geta verið afslappaður og rólegur í hvaða aðstæðum sem er? 

Undir þessum kvíða sem er að hrjá þig, þessari vanlíðan, er stórkostleg manneskja, manneskja með heilbrigt og sterkt sjálfstraust, manneskja sem er kærleiksrík, orkumikil, glöð og kraftmikil, manneskja með ríkan tilgang, hæfileika og drauma. En þessi manneskja kemst ekki að þegar kvíðinn heldur þér niðri, þegar kvíðinn rænir sjálfum/sjálfri þér frá þér, núinu, framtíðinni og á endanum, ef ekkert er að gert, lífinu sjálfu.  

Eftir hverju ertu að bíða? Þú þarft ekki að gera þetta ein/n, þú þarft ekki að þreifa þig áfram í myrkrinu í von og óvon, ég hef gert þetta, ég veit hvað þarf og ég get hjálpað þér, komdu með mér, ég skal halda í höndina á þér, gerum þetta saman! Það er enginn betri tími, en akkúrat núna. Þú getur byrjað strax! Skráðu þig á sarapalsdottir.is, eða með því að senda mér skilaboð í gegn um facebook síðuna mína, eða tölvupóst sara@lausnir.is, gerðu eitthvað núna! 

Að lifa í kvíða er ekki að lifa. Það er kominn tími til að lifa.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál