Ekki búin að drekka vín í 50 daga

Chrissy Teigen.
Chrissy Teigen. AFP

Fyrirsætan og kokkurinn Chrissy Teigen hefur ekki bragðað áfengi í 50 daga í röð. Teigen fagnaði áfanganum á laugardaginn og sagðist ekki viss hvort hún hefði áhuga á að drekka áfengi aftur á ævinni. 

„Þetta er það lengsta sem ég hef ekki drukkið áfengi hinað til,“ skrifaði Teigen við mynd á Instagram. „Ég veit ekki enn hvort ég mun aftur bragða áfengi, en ég veit að það gerir ekkert fyrir mig. Ég verð ekki skemmtilegri, ég dansa ekki, ég slaka ekki á. Ég verð veik, sofna og vakna svo veik eftir að hafa misst af sennilega skemmtilegu kvöldi,“ sagði Teigen. 

Teigen sagði þó að hún hefði skemmt sér þegar áfengi var við hönd en sér liði betur þegar hún sleppti því. Hún hvatti svo fylgjendur sína til að njóta áfengis af ábyrgð. 

mbl.is