„Hef stundað föstu með hléum í nokkur ár“

Linda Pétursdóttir lífsþjálfi aðstoðar konur við að komast í þá …
Linda Pétursdóttir lífsþjálfi aðstoðar konur við að komast í þá þyngd sem þær dreyma um. mb.is/Ásta Kristjánsdóttir

Hlaðvarp Lindu Pét­urs­dótt­ur er vin­sælt um þess­ar mund­ir og fór fertugasti þáttur þess í loftið í vikunni. Í þætt­in­um ræðir Linda um föstur. 

„Það eru margar mismunandi leiðir til að fasta og það er engin ein alrétt. Í nýjasta þættinum færðu að hlusta á bút úr beinni útsendingu í Prógramminu Lífið með Lindu Pé, þar sem ég tek fyrir föstu með hléum.

Ég hef sjálf stundað föstu með hléum í nokkur ár og hún hentar mér afskaplega vel. En hafir þú áhuga á að prufa föstu vil ég hvetja þig til að hlusta á eigin líkama og taka skynsamlega ákvörðun fyrir þig en fasta hentar alls ekki öllum. Föstur með hléum geta verið virkilega árangursríkar. Margar ykkar hafa gjarnan miklar áhyggjur af því að verða mjög svangar en ég kenni þér fituaðlögun sem þýðir að þegar þú fastar notarðu eigin líkamsfitu sem eldsneyti svo þú sért ekki sísvöng. Með þessu lærirðu hvernig best sé að borða á þann hátt að líkaminn nýti sér eigin fitu.“

Linda hefur tekið saman nokkra punkta yfir það sem gerist í líkamanum við föstu. 

  • Skapar andlegan aga til að standast ákafa löngun. 
  • Gefur líkamanum hlé frá insúlíni. 
  • Gefur upplifun og endurstillir svengdina. 
  • Kennir líkamanum að fituaðlaðast (e fat adaption) og að reiða sig á orku úr eigin fituforða. 
  • Eykur insúlínnæmi.
  • Hægir ekki á brennslu.
  • Örvar viðhald og endurnýjun fruma.
  • Allir fasta á meðan þeir sofa og með því að lengja þann tíma gefst meira tækifæri til fitubrennslu.
  • Þú upplifir hvorki svengd né skort þegar þú hefur fituaðlaðast.

„Í þættinum fer ég nánar yfir það sem gerist í líkamanum við föstu. Ég styðst við fræði Dr. Jason Fung nýrnalæknis og föstusérfræðings og fer yfir ráð frá honum varðandi föstu. Ég tek meðal annars fyrir það sem þú getur sett út í vatnið þitt og kaffi, án þess að brjóta föstu.

Hér er það sem þú mátt svo drekka án þess að brjóta föstu: Drekka má svart kaffi, vatn, te (grænt og svart) og aðra hitaeiningalausa drykki meðan á föstu stendur og sérstaklega er mælt með kaffi því það getur dregið úr svengd. Að bæta kókosolíu út í morgunbollann getur hjálpað til við þyngdarstjórnun og komið í veg fyrir mikla svengd.

Samkvæmt Dr. Fung getur þú drukkið allt að sex bolla af kaffi á þeim dögum sem þú fastar og það má vera hvort sem er með koffíni eða koffínlaust. Mælt er með svörtu kaffi en þú getur bætt hollri fitu í hvern kaffibolla ef þú vilt. Sem dæmi: Kókosolía, MCT olía, smjör, ghee (smjörolía), rjómi. Þú getur líka fengið þér ósætt ískaffi, þú hellir upp á eins og vanalega og setur svo kaffi í ísskáp eða hellir því í glas með klökum.

Að lokum langar mig að segja þetta við þig: Þú ferð fyrst að léttast og breytast að utanverðu þegar þú hefur lært að breyta því sem á sér stað innra með þér.“

Linda segir mikilvægt að taka föstur undir handleiðslu lækna. 

„Ef einstaklingar eru með sykursýki eða undirliggjandi sjúkdóma legg ég til að leitað se ráða hjá lækni áður en ákveðið er að fasta. Það er mjög nauðsynlegt að fá leiðsögn hjá lækni ef einstaklingar eru með sjúkdóma eða þarfnast lyfja. Það er ekki á mínu sérsviði,“ segir Linda.

Þátt­inn má nálg­ast í heild sinni á hlaðvarpsvef mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál