Spessi var skilinn eftir á Ísafirði sem barn

Ljósmyndarinn Spessi er gestur í hlaðvarpsþættinum Þvottahúsinu.
Ljósmyndarinn Spessi er gestur í hlaðvarpsþættinum Þvottahúsinu. Ljósmynd/Spessi

Ljósmyndarinn Sigurþór Hallbjörnsson betur þekktur sem Spessi opnaði sig meðal annars um æskuna og ferilinn við bræðurna Gunn­ar og Davíð Wiium í hlaðvarpsþættinum Þvottahúsinu. 

Þegar Spessi var barn skildi móðir hans hann eftir á Ísafirði hjá ömmu hans og afa en amma hans og afi voru efnalítið verkafólk. Í þættinum greinir Spessi frá því að þessi uppvaxtarár hans hafi mótað hann og haft áhrif á samfélagslega og pólitíska afstöðu hans. Fátækt ömmu hans og afa og höfnunin sem hann varð fyrir af hendi foreldra sinna fylgdu honum langt inn á fullorðinsár. Með skilvirkri vinnu hefur hann náð sáttum við báða foreldra sína sem bæði eru á gamals aldri. 

Áður en að Spessi náði almennilega að fóta sig í lífinu var hann í mikilli óreglu. Áfengi og fíkniefni áttu hug hans allan þar til að hann fór í meðferð. Fljótlega eftir það hóf hann nám í ljósmyndun í Hollandi og síðan þá hefur ljósmyndun verið stór hluti af lífi hans. 

Spessi lýsti fyrir bræðrunum í smáatriðum verkefni sem hann gerði um 111 Reykjavík. Hvernig honum var smátt og smátt á tveimur árum hleypt lengra og lengra inn í aðstæður og heim sem er mörgum hulinn. Kannabisverksmiðjur í miðju Æsufelli og rúntar með fíkniefnasölum þar sem þeir seldu krakk og enduðu í sóðalegum partíum. Þessi heimur og þessir jaðarhópar hafa alltaf heillaðSpessa líklega sökum uppeldisaðstæðna hans á Ísafirði þar sem hann fann fyrir mikilli stéttarskiptingu.

Spessi.
Spessi. Ljósmynd/Spessi

Þessi jaðarhópasamsömun Spessa hefur svo dregið hann inn í mótorhjólaheiminn þar sem hann hefur fengið á sama hátt og í verkefninu um 111 Reykjavík að stíga inn í innsta kjarna margra svokallaðra eitt prósent mótorhjólaklúbba eins og Vítisengla svo dæmi sé tekið bæði hérlendis sem og í Bandaríkjunum. Í viðtalinu fór hann ítarlega yfir sögu þessara hópa og þróun. Hann kom inn á þessa þróun þar sem klúbbar séu farnir að nota 99% merkingar í stað 1%. Með því vill Spessi meina að með því sé verið að gera lítið úr hefðinni og tískunni sem hófst eftir seinni heimstyrjöld í Bandaríkjunum. Hann vill meina að þessum lífstíl fylgi viss þungi og vist viðhorf sem gjarnan einkennist af einskonar útlagastemningu sem hefðbundnir millistéttarpésar geta alls ekki borið.

Spessi kom bræðrunum á óvart og sagði þeim að hann hefði verið grænmetisæta síðasliðin 40 ár. Hann trúir því að hann hafi lifað mörg lífsskeið og á því lífsskeiði sem hann er á núna sé honum ekki ætlað að borða kjöt en eflaust engar dýrafurðir í því næsta. Hann vill meina að málið með núverandi lífsskeið sé einfaldlega að ítalskur matur sé of góður með öllum þeim osti sem honum fylgi en markmið allra sé þó enda á plöntufæði.  mbl.is