Guðni hjálpar fólki að finna sig með 21 dags áskorun

Guðni Gunnarsson eigandi Rope Yoga-setursins býður upp á 21 dags áskorun. Hann segir að það taki 21 dag að breyta hugmynd í vana. Í þessari áskorun býður Guðni upp á hugleiðslu og æfingar sem hvetja fólk áfram.  

Þessi áskorun snýst um að vakna til vitundar, styrkjast og eflast dag frá degi og það gerist, segir Guðni, ef þú velur að vera með. En hvernig?

„Með því einu að mæta er fólk komið af stað. Í áskorun sem þessari hefur það reynst mér best að nota dagbók til að skrifa niður það sem kemur upp í hugann, tjá vegferð mína fyrir mig og við hvetjum alla sem taka þessari tuttugu og eins dags áskorun að gera slikt hið sama. Þetta er gríðarlega öflugt tækifæri fyrir alla sem vilja auka velsæld sína. Það þarf ekki meira til en akkúrat þetta og hver vill ekki ná lengra, laða til sín betri tækifæri og ná árangri? Þetta er því tækifæri fyrir hvern og einn að gera nákvæmlega það,“ segir Guðni. 

Áskorunin snýst um að á hverjum degi í 21 dag birtist myndskeið frá Guðna á Smartlandi.  Þátttakendur fá síðan hvatningu, æfingar og hugleiðingar frá Guðna í gegnum síðu Rope Yoga-setursins á Facebook.

Guðni leikur sér ávallt að orðum og þessi áskorun er þar engin undantekning. Hann nýtur þess að finna nýjar hliðar á íslenskunni, dýpka skilninginn á orðunum með samtali og ábendingum. Fá fólk til að segja það sem það vill skýrt og skorinort.

Sérstakur hópur verður opinn öllum þátttakendum áskorunarinnar á facebooksíðu Rope Yoga-setursins (https://www.facebook.com/ropeyogasetrid), þar sem hægt er að bera fram spurningar og koma með ábendingar nú eða bara deila upplifuninni í gegnum áskorunina. Einnig býður hann upp á æfingar á heimasíðu Rope Yoga-setursins sjá nánar HÉR. 

„Við hvetjum ykkur til að taka á móti nýjum tímum, vera ljómandi og máttug. Við erum til þjónustu reiðubúin að fylgja þér eftir. Ekki snuða þig um að eflast og styrkjast heldur taktu áskoruninni, njóttu þín og finndu hvernig hugrekki þitt og traust eykst, lífið er of stutt fyrir annað,“ segir hann.

mbl.is