Andaðu með nefinu

Það er mikilvægt að muna að anda.
Það er mikilvægt að muna að anda. Ljósmynd/Pexels/Nilov

Mörg okkar gleyma að hafa mikilvægi réttrar öndunar í huga í dagsins amstri. Líkami okkar framleiðir ekki einungis orku úr mat og drykkjar aðföngum eins og við gerum oft ráð fyrir heldur fáum við mestu orkuna úr öndun okkar. Það er ástæða fyrir því að líkamar okkar geti starfað nánast eðlilega í heila viku án matar, nokkra daga án vatns en aðeins örfáar mínútur án súrefnis.

Bandaríski blaðamaðurinn James Nestor skrifaði bókina Breath: The New Science of a Lost Art þar sem hann fer ofan í kjölinn virkni á öndunarfæranna.

Það að skilja hvernig rétt öndun virkar getur verið flókið ferli en ef einstaklingar geta tileinkað sér þrjá einfalda hluti þegar kemur að öndun mun þeim hlotnast ávinningur í formi aukinnar orku, betri lífsgæða og lengra lífs.

  1. Andaðu hægt. Sama hvort um er að ræða inn- eða útöndun er alltaf gott að temja sér það að anda hægt en djúpt. Það að fylla lungun af lofti er streitulosandi og er það sem kallað er súrefnissæla eitthvað sem einstaklingar sem hafa stúderað öndun þekkja mjög vel. Oft er sagt að grunn öndun veiti þér jafn grunnt líf.
  2. Reyndu að anda meira í gegnum nefið. Það er staðreynd að nefhárin veita vörn gegn alls kyns óhreinindum úr umhverfinu, ryki, myglu og bakteríum. Fari öndun meira fram í gegnum nef en munn mun aukið súrefnismagn skila sér til heilans sem bætir einnig blóðflæði líkamans í leiðinni. Súrefni er eins og bensín fyrir heilastarfsemina og eykur orku, minni og einbeitingu til muna.
  3. Hafðu munninn lokaðan í meira mæli. Sérfræðingar segja að mikill fjöldi heilsufarsvandamála komi í gegnum munninn. Þar eru engin hár eða aðrar varnir sem veita öryggi áður en bakteríur úr umhverfinu lenda á berklum eða fara beint ofan í lungu. Það getur líka bætt svefninn að venja sig á að hafa munninn lokaðan og anda einungis í gegnum nefið. Þú munt ná meiri slökun og minni líkur á hrotum eða kæfisvefni.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál