Að tyggja er öflugasta hugleiðsla sem til er

Á öðrum degi áskoruninnar veitum við því athygli hvernig við tyggjum.

„Að tyggja er ein öflugasta hugleiðsla sem til er og enginn ætti að láta tækifærið fram hjá sér fara að veita matnum og hvernig við tyggjum hann athygli. Þetta snýst ekki bara um að gleypa matinn, langt því frá, heldur hvað þú leggur þér til munns, hvað þú ert að næra,“ segir Guðni Gunnarsson eigandi Rope Yoga-setursins en hann stýrir 21 dags áskorun sem stendur yfir á Smartlandi núna. 

Hann segir að fólk gefi sér oft ekki tíma til að nærast, heldur gleypi í sig án þess að veita því athygli og fátt komi betur upp um ástandið á manneskjunni en hvernig hún borðar. Hvort verið sé að njóta og tyggja eða gleypa og þjóta.

„Það er margt sem gerist þegar við tyggjum og við förum yfir það í þessu myndbandi. En fyrst og fremst snýst áskorun dags tvö um að staldra aðeins við, tyggja og njóta,“ segir Guðni og hvetur alla til að bjóða fólki að upplifa með sér hvað gerist við það eitt að veita því athygli hvernig þú tyggur matinn.

Fyrir alla sem taka þátt í áskoruninni býðst opinn hópur Rope Yoga-setursins á Facebook, einnig eru æfingar öllum til handa á heimasíðu Rope Yoga-setursins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál