„Hvíld er ekki bara svefn heldur líka slökun og þakklæti“

Fimmti dagur áskorunarinnar er runninn upp og í dag veitum við hvíldinni athygli.

„Hvíld er ekki bara svefn heldur líka slökun og þakklæti. Hvíldin er einnig friður, friður sem við getum sett okkur í, verið til friðs,“ segir Guðni Gunnarsson eigandi Rope Yoga-setursins. 

Hvíld er að láta af hugsunum sínum því þær hafa ekkert vald nema þú veitir þeim þá heimild. Guðni segir ávallt að við séum ekki hugsanir okkar og því ætti okkur að vera auðvelt að sleppa þeim. Hvernig þá? spyr fólk. Svarið er ekki að hætta að hugsa, heldur að viðurkenna að þessar hugsanir séu ekki þú og um leið og þú breytir viðhorfi þínu gagnvart hugsunum þínum þá fer margt í gang.

„Hvíld er að láta af oki hugans, horfa á hugsanirnar, viðnámið og streituna og skilja að hugsanirnar hafa ekkert vægi nema við sjálf veitum þeim það vægi. Þú ert ljós, svo vertu ljómandi,“ segir hann. 

Fyrir alla sem taka þátt í áskoruninni býðst opinn hópur Rope Yoga-setursins á Facebook, einnig eru æfingar öllum til handa á heimasíðu Rope Yoga-setursins

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál