Farðu út úr sjálfhverfunni

Áskorun tíunda dagsins snýst um náttúruna, gróður og tré.

„Við erum oft að flýta okkur svo um munar og tökum ekki eftir umhverfinu. Þess vegna hef ég sett það verkefni fyrir í dag að veita gróðrinum í kringum ykkur athygli, trjánum, fjöllunum sem og náttúrunni allri. Það er magnað hvað gerist þegar við förum úr sjálfhverfunni og út í náttúruna, veitum náttúrunni í kringum okkur athygli. Leyfum okkur að taka inn liti og fegurð hennar og anda þessari tilfinningu að okkur. Þegar við tökum eftir náttúrunni og skiljum að hún er forsenda okkar tilvistar, að við erum náttúran sjálf, þá upplifum við hana á nýjan og magnaðan máta,“ segir Guðni Gunnarsson eigandi Rope Yoga-setursins. 

„Við þurfum ekki að leita langt yfir skammt því hún er alls staðar, hvort sem er í kringum okkur eða í okkur. Þegar náttúran opinberar fegurð sína fyrir manneskjunni þá er það fegurðin í manneskjunni sjálfri sem opinberast. Hvar sem leið þín liggur í dag hvet ég þig til að njóta náttúrunnar, trjánna, fjallanna og alls þess sem náttúran hefur upp á að bjóða, út um borg og bý. Vertu náttúran,“ segir hann. 

Fyrir alla sem taka þátt í áskoruninni býðst opinn hópur Rope Yoga-setursins á Facebook, einnig eru æfingar öllum til handa á heimasíðu Rope Yoga-setursins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál