Blessun eða böl?

Ellefti dagur áskorunarinnar er að telja blessanir sínar.

„Það eru fjölmargar blessanir sem við njótum alla daga, allan ársins hring. Hefurðu talið þær? Öndunin er til að mynda blessun. Það eitt að geta andað er blessun, því án öndunar værum við frekar andlaus. Næringin, tilveran og dýrin okkar eru blessun sem við getum veitt athygli og talið okkur til blessunar. Blessun eða böl eru einfaldlega viðhorf sem við höfum myndað sjálf. Við getum alltaf breytt um viðhorf. Og þegar við áttum okkur á að við erum farin að bölsótast yfir einhverju er einfalt að breyta um viðhorf gagnvart því en eingöngu ef við viljum raunverulega breyta því,“ segir Guðni Gunnarsson eigandi Rope Yoga-setursins. 

Þegar fólk upplifir blessanir sínar þá upplifir það að það sé blessað  það er kúnstin í blessunum. Ef allt sem við veitum athygli vex og dafnar þá ráðum við hvort við sjáum tilveruna sem blessun, tækifæri eða böl. Hvað ætlar þú að sjá í dag? Hve margar blessanir telurðu og ert blessuð/aður?

Fyrir alla sem taka þátt í áskoruninni býðst opinn hópur Rope Yoga-setursins á Facebook, einnig eru æfingar öllum til handa á heimasíðu Rope Yoga-setursins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál