Hlustið á umhverfi ykkar

Við veitum viðurkenningu athygli á tólfta degi áskoruninnar. Já, viðurkenning er áskorun dagsins; að sýna fólki viðurkenningu, láta umhverfið finna að við viðurkennum það, veitum því athygli.

„Viðurkenning þarf ekki að vera í orðum, það er nóg að hún sé í vitund. Því hvet ég ykkur til að sýna ykkar nánustu og þeim sem veita ykkur þjónustu ásamt starfsumhverfi ykkar að þið séuð að hlusta og fylgjast með  blessa það,“ segir Guðni Gunnarsson eigandi Rope Yoga-setursins.

Hér er tækifærið til að hlúa að ykkar nánustu, sýna mildi og sýna öðru fólki hvað ykkur þykir vænt um það, í stað viðnáms. Sýnið vinsemd, kærleika og nærgætni í umhverfi ykkar.

„Orðið viðurkenning er svolítið afstætt og í dag hvet ég ykkur að veita því athygli og njóta. Þú ert það sem þú gefur. Vertu ljómandi,“ segir Guðni. 

Fyrir alla sem taka þátt í áskoruninni býðst opinn hópur Rope Yoga-setursins á Facebook, einnig eru æfingar öllum til handa á heimasíðu Rope Yoga-setursins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál