Sex ástæður fyrir aukinni útiveru

Það eitt að vera úti hefur ótvíræð áhrif á andlega …
Það eitt að vera úti hefur ótvíræð áhrif á andlega og líkamlega heilsu fólks. Unsplash.com/DenysNevozhai

Það þarf kannski ekki að koma mörgum á óvart að útivera er almennt talin af hinu góða í lífinu. En fyrir þá sem þurfa kannski upprifjun þá eru hér sex góð ráð til þess að drífa sig út í öllum veðrum.

1. Útivera bætir svefninn

Að fara út í röska göngu snemma dags bætir svefninn. Fyrir þá sem glíma við svefnvandamál á borð við andvökur er þetta eitt af því sem þarf að bæta í rútínuna. „Að komast út í dagsljósið hjálpar til við að stilla af líkamsklukkuna. Farðu út, jafnvel þótt það sé dimmur vetrarmorgunn. Það hjálpar til að bægja frá þreytu og fær mann til þess að sofa betur. Þá hefur það líka góð og jákvæð áhrif á andlega líðan,“ segir Sarita Robinson læknir. 

2. Öll líkamsrækt virðist auðveldari utandyra

Vísindamenn hafa sýnt fram á að fólki finnst yfirleitt líkamsræktin auðveldari utandyra. Þeir sem leggja í vana sinn að stunda líkamsrækt utandyra eru spenntari fyrir ræktinni en þeir sem fara í líkamsræktarstöðvar.

3. Útihlaup fá mann til að hlaupa hraðar

Nýleg rannsókn sýndi fram á að fólk sem hleypur utandyra er almennt orkumeira og líklegra til þess að endurtaka hlaupið en það fólk sem hleypur jafnan á hlaupabretti. Þá hafa aðrar rannsóknir sýnt fram á að útihlaup stuðlar að betri tíma.

4. Náttúran eflir andann

Það að fara út að ganga í skóglendi getur haft mjög jákvæð áhrif á líðan fólks. Rannsóknir hafa sýnt að jafnvel aðeins fimmtán mínútna göngur geta skipt máli hvað andlega heilsu varðar. Hópur rannsakenda skipti þátttakendum í tvo hópa. Bað annan hópinn að velja sér nýjar gönguleiðir í fallegu umhverfi til þess að ganga í á meðan hinn hópurinn átti aðeins að ganga úti. Eftir átta vikur fann fyrri hópurinn mikinn mun á líðan sinni, hann var hamingjusamari og eyddi minni tíma í að velta sér upp úr neikvæðum hugsunum.

5. Náttúrulegt ljós getur hjálpað sjóninni

Það er margt sem bendir til þess að það sé gott fyrir augnheilsu að verja tíma utandyra. Sérstaklega fyrir börn sem eru að þroska sjónina. Það er talið að ákveðið magn af birtu sem fá má utandyra skapi kjöraðstæður fyrir þroska augnanna.

6. Að vera úti í garði bætir almenna heilsu

Garðvinna er góð fyrir bæði líkama og sál en bara það að vera úti í garði (án þess svo mikið sem lyfta skóflu) getur líka verið heilsubætandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál