Stundar kynlíf þrisvar á dag og ekki með sömu konunni

Shaft Uddin er tantragúrú.
Shaft Uddin er tantragúrú.

Tantragúrúinn Shaft Uddin er gestur bræðranna Gunnars og Davíðs Wiium hlaðvarpsþættinum Þvottahúsinu. Shaft sem ólst upp á Bretlandi er um þessar mundir staddur á Íslandi og heldur námskeið og fyrir ástríðufulla Íslendinga. Hann hætti í fíkniefnaneyslu og fór að stunda tantra og stundar núna kynlíf að jafnaði þrisvar á dag.

Shaft fékk strangt múslímskt uppeldi þar sem ekkert var talað um kynlíf. Hann byrjaði snemma að brjóta sig lausan undan hlekkjum íhaldsins með ýmsum aðferðum svo sem áfengi og fíkniefnum. Hann stundaði breakdans og þar tengdist hann neyslu og sukki. Hann mætti á hátíðir eins og Burning Man. Á Burning Man fékk hann einmitt smjörþefinn af því sem svo leiddi hann inn í heim tantra.

Hann komst að því að andstæður fíknar og eymdar var tenging og nánd. Hann komst að því að ástæða þess að hann drakk áfengi var að fá hugrekki til að tengjast stelpum. Hann komst að því að neysla á ketamíni, sem var hans lyfjaval, var að komast í tengingu við móðurlegið. Að liggja í lyfjamóki algjörlega máttlaus færði hann á stað þar sem hann var sem í kjarna móðurinnar.

Hann spurði sjálfan sig hvað gerði hann hamingjusaman og svarið var konur. Hann spurði sig einnig hvað færði hann nær konunni og svarið var „Ony massage“. „Ony massage“ myndi þýðast á íslensku sem píkunudd. Hann hóf því nám í tantrafræðum og með hjálp tantra hefur hann náð að heila sjálfan sig frá fíkn og þráhyggju sem og samband sitt við foreldra sína.

Shaft Uddin heldur námskeið og fyrirlestra á Íslandi.
Shaft Uddin heldur námskeið og fyrirlestra á Íslandi.

Tantrafræðin eru flókin fyrir þá sem ekki þekkja til. Shaft tókst samt sem áður að fara yfir það á afar upplýsandi hátt í þættinum hvað tantra raunverulega er. Tantra fyrir honum í einföldu máli er að skapa og upplifa tengsl, frítt flæði af orku í gegnum kynhvöt, hreyfingu og andardrátt. Hann vill meina að með iðkun tantra nái maðurinn, ef rétt er að staðið, að öðlast hámarksgetu sem manneskja á öllum sviðum því samkenndin sé óendanleg en ekki skert út frá fyrir fram ákveðnari hugmyndarfræði. Í dag heldur hann námskeið og fyrirlestra ásamt því að stunda mikið tantra kynlíf. Hann heldur því fram að í sínu tantríska umhverfi sé hann að stunda kynlíf þrisvar á dag að jafnaði og ekkert endilega með sömu konunni í hvert skiptið.

Shaft kom til Íslands fyrir stuttu síðan í þeim tilgangi að halda hér námskeið og fyrirlestra. Hann lýsti í viðtalinu heimsókn sinni í eina af náttúrlaugum landsins með sínum nýju íslensku tantravinum. Þar upplifði hann móður jörð svo sterka hann fékk umsvifalaust standpínu. Hún var boðin velkomin enda í félagsskap svipað þenkjandi fólks. Hann lýsti því hvernig hann svo hafði klukkustundar löng kynmök án sáðláts með vinkonu sinni og án þess að hreyfing hafi átt sér stað. Bara frítt flæði af orku frá móður jörð sem hann svo miðlaði yfir í þessa vinkonu sína. 

Í lok viðtals fór Shaft talsvert inn á karlmennsku. Þá skilgreiningar á hreinni karlmennsku í ljósi mikillar umræðu um svokallaða eitraða karlmennsku. Hann kallar eftir vitundarvakningu karlmanna. Hann vill að karlmenn eigni sér kraftinn sem í þeim búi og að þeir noti hann í þágu sameiginlegrar velferðar. Í því samhengi nefndi hann þrumuguðinn Þór sem stendur á fjallstindi og öskrar í tómið með hamarinn á lofti. Svoleiðis orku segir hann að karlmenn þurfi að ná sér í, hreina orku sem göfgar, þekkir og virðir mörk.

Hægt er að hlusta á Þvotta­húsið á hlaðvar­spvef mbl.is og horfa á hann á YouTu­be. 

mbl.is