Þegar við höfnum okkur höfnum við jörðinni

Á þessum síðasta degi áskorunarinnar veitum við jörðinni athygli.

„Jörðin er heimili okkar og forsenda okkar tilvistar og með því að veita henni athygli veitum við okkur sjálfum athygli. Allt sem við notum og nýtum er af jörðinni og í dag veitum við þessu athygli með það í huga hvernig við getum gefið til baka, hlúið að jörðinni,“ segir Guðni Gunnarsson eigandi Rope Yoga-setursins. 

Hann leggur áherslu á að við skiljum að við erum jörðin sjálf, holdið og moldin og segir að kúnstin sé að aðskilja okkur ekki frá jörðinni.

„Með því að veita jörðinni athygli okkar í dag náum við betur utan um það að framkoma okkar við jörðina er framkoma við okkur sjálf. Þetta er sami hluturinn,“ segir Guðni.

Þegar við höfnum okkur erum við ekki bara að hafna okkur, heldur jörðinni og ljósinu líka. Notum jörðina, förum í göngutúr, förum út og skiljum að súrefnið sem við öndum að okkur er forsenda tilvistar okkar; það, ásamt vatninu og allri næringu, er af jörðu komið.

„Við erum hreinlega á naflastreng jarðarinnar frá því við fæðumst og þar til við deyjum. Jörðin er móðirin. Veitum þessu athygli í dag og síðan alla daga,“ segir Guðni að lokum.

Fyr­ir alla sem taka þátt í áskor­un­inni býðst op­inn hóp­ur Rope Yoga-set­urs­ins á Face­book, einnig eru æf­ing­ar öll­um til handa á heimasíðu Rope Yoga-set­urs­ins.

mbl.is