Geislarnir úr snjalltækjum geta haft slæm áhrif

Jónas Eggert Hansen, sjóntækjafræðingur í gleraugnaversluninni Eyesland, segir að það færist í vöxt að fólk kaupi sér gleraugu með blágeislavörn. Slík vörn getur verið mjög gagnleg fyrir fólk sem vinnur fyrir framan tölvu og er mikið með skjábirtu í augunum.

„Blágeisla er að finna í okkar daglega umhverfi. Þeir eru í dagsljósi og einnig í ljósgjöfum eins og til dæmis led-lýsingu, snjalltækjum, auglýsingaskjám, tölvu- og sjónvarpsskjám. Dagsljósið er okkur nauðsynlegt, þar á meðal bláu geislarnir, en of mikið magn getur haft slæm áhrif á heilsu okkar. Talið er að hver manneskja eyði kringum 11 tímum við ýmis raftæki sem gefa frá sér blágeisla. Mikil notkun getur haft neikvæð áhrif á augnheilsu okkar, svo sem valdið höfuðverk, augnþreytu, þurrki í augum og svefnleysi,“ segir Jónas og bendir á að gleraugu með blágeislavörn og augnvítamín geti stuðlað að meiri vellíðan.

Jónas segir að gleraugu með blágeislavörn geti framkallað mun betri nætursvefn.

„Blágeislavörn í gleraugum stuðlar að betri nætursvefni. Ástæðan er sú að við framleiðum hormón sem heitir melatónín sem hefur áhrif á líkamsklukkuna og segir okkur hvenær við eigum að fara að sofa og hvenær við eigum að vakna. Bláu geislarnir hindra myndun melatóníns og geta þannig komið í veg fyrir góðan nætursvefn,“ segir hann og bendir á að fólki geti liðið mun betur ef það notar sérstök skjágleraugu til að vernda augun og svo minnist hann á augnvítamín.

„Með notkun skjágleraugna og augnvítamína verndum við augun að utan sem innan. Þá kemur BLUE LIGHT DEFENDER™ vítamínið sterkt inn en það verndar augun fyrir skaðlegri blágeislun sem stafar frá snjalltækjum, led-ljósum og dagsljósi. Vítamínið inniheldur lútein og zeaxantín og þar að auki aðalbláber og C-vítamín. Vítamínið er án aukefna,“ segir Jónas.

Hægt er að fá blágeislavörn í allar umgjarðir.
Hægt er að fá blágeislavörn í allar umgjarðir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þegar Jónas er spurður að því hvernig fólk velji skjágleraugu segir hann að það sé svipað og ef um venjuleg sjóngler væri að ræða.

„Það er hægt að velja fallega umgjörð og fá tilbúin skjágleraugu í styrk 0 til +4. Einnig er hægt að fá gler með blágeislavörn og velja sér fallega umgjörð í viðeigandi styrk. Eyesland leggur áherslu á gott verð og hefur jafnframt að leiðarljósi að hlúa að augnhreysti viðskiptavina með réttum gleraugum og öðrum vörum tengdum góðri umhirðu augna. Það hefur færst í vöxt hjá viðskiptavinum okkar að fólk sé að bæta blágeislavörn í glerin. Þessi leið er einstaklega áhrifarík vegna þess að blágeislavörnin í þess konar glerjum veitir allt að 80% vörn,“ segir hann.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »