Skjólið í heimilinu er vitund

Heimilið og nánasta umhverfi okkar er áskorun dagsins; að æfa sig í að veita öllu því sem fyrir augu ber heima hjá okkur athygli.

„Hún er góð æfingin sem felst í því að veita heimilinu okkar athygli; öllu sem þar fyrir augu ber. Að það snúist ekki bara um húsmuni og áhöld heldur einnig þá sem búa á heimilinu. Að vera í fullri vitund gagnvart þessu rými sem er heima og horfa á heimilið með opnu hjarta.

Heimilið og hjartað er eitt og hið sama og þegar við horfum á heimilið með opnu hjarta þá erum við heima í hjartanu, erum í vitund,“ segir hann. 

Hann segir að við getum endalaust stækkað rými hjartans og heimilisins og gott sé að muna að reiða sé velsæld en óreiða vansæld.

Heimilið sem við höfum búið okkur opinberar viðhorf okkar og ef okkur líst þannig á að við viljum betrumbæta heima hjá okkur þá sé það stórt tækifæri.

Að lokum bendir hann á að ekkert skiptir eins miklu máli og nánasta umhverfi okkar, skjólið, heimilið, hjartað og líkaminn og hvetur okkur jafnframt til að veita því athygli í dag. 

Fyr­ir alla sem taka þátt í áskor­un­inni býðst op­inn hóp­ur Rope Yoga-set­urs­ins á Face­book, einnig eru æf­ing­ar öll­um til handa á heimasíðu Rope Yoga-set­urs­ins.

mbl.is