Vigtar sig á hverjum degi

Kumail Nanjiani.
Kumail Nanjiani. AFP

Leikarinn Kumail Nanji­ani tók að sér hlutverk ofurhetju fyrir nokkrum misserum og neyddist til að byrja að æfa af krafti. Nú er Nanji­ani orðinn svo upptekinn af heilsunni að hann vigtar sig á hverjum degi. Nanji­ani er sönnun þess að hugmyndin um hinn fullkomna líkama er útópía. 

„Ég get sagt þér það, það er mjög auðvelt að verða heltekinn af tölunni á vigtinni,“ segir Nanjiani í viðtali á vef Vulture.  Leikarinn segir mjög erfitt að vera með svona mikla þráhyggju fyrir þyngdinni. „Það er ekki gott að vigta sig á hverjum degi. Ég gæti sagt þér hvað ég er þungur í dag.“

„Hvað ertu þungur í dag,“ spurði blaðamaðurinn. 

„74 kíló,“ svaraði Nanjiani. „Ég veit nákvæmlega hvað ég er þungur á hverjum degi og ef ég gæti breytt einhverju myndi ég þiggja að hugsa ekki um það.“

Leikarinn er bæði vöðvastæltur og léttur en samt sem áður er hann með þyngdina og útlitið á heilanum. Líkamlegt atgervi Nanjianis hefur breyst mikið á undanförnum tveimur árum. Hann fékk mikið hrós í kjölfarið en um leið og hann þótti hafa bætt á sig vakti það athygli. 

View this post on Instagram

A post shared by Kumail Nanjiani (@kumailn)mbl.is