Hlustun er friður og kyrrð

Hvernig hlustarðu? Við veitum hlustun athygli í dag á þessum fjórtanda degi áskorunarinnar. Það er fátt eins magnað og að æfa sig í að hlusta, hvort sem það er á umhverfið eða alla þá sem mæla til okkar.

„Hlustun er friður og kyrrð, þar sem við dæmum ekki, tökum enga afstöðu heldur þiggjum það sem við okkur er sagt, til okkar er mælt. Þetta er svo einfalt, því við þurfum ekki að hafa skoðanir á því sem aðrir tjá sig um eða segja við okkur, það er þeirra málflutningur. Okkar er að hlusta með opið hjarta,“ segir Guðni Gunnarsson. 

Hann segir að alvöruhlustun sé vitund og að vera með opið hreint hjarta án afstöðu eða dóms til þess málflutnings sem við hlustum á. 

Guðni hvetur alla að hlusta með hjartanu í dag, því það séu fáar æfingar eins magnaðar og æfa sig í að hlusta. Hlustun felst í að vera í hjartanu þegar mælt er til okkar, hlusta í vitund án þess að dæma, þurfa að hafa skoðun og bíða eftir að komast að.

Fyr­ir alla sem taka þátt í áskor­un­inni býðst op­inn hóp­ur Rope Yoga-set­urs­ins á Face­book, einnig eru æf­ing­ar öll­um til handa á heimasíðu Rope Yoga-set­urs­ins.

mbl.is