Óskaðu öllum þess besta

Við veitum öllum okkar störfum athygli í dag, heima og að heiman. Hvort mætirðu til vinnu eða til starfa? Munurinn á þessum tveimur orðum er viðhorf okkar sjálfra til starfa okkar. Guðni velur að nota að mæta til starfa, segir það vera ábyrgðarorð og kýs gefa af sér í öllum verkum.

„Þegar við mætum til starfa er gott að nota fólkið, starfsumhverfið og aðra í kringum okkur til að gefa af okkur. Það er mjög góð vitundaræfing að nýta starfsvettvanginn, sama hver hann er, til að óska öllum alls hins besta,“ segir Guðni Gunnarsson. 

Starfsumhverfi okkar er eins og fjölskyldan okkar segir hann því í þessu umhverfi opinberast margs konar viðnám. Um leið og við veitum þessu viðnámi athygli og tökum því ekki persónulega þá breytist það alveg eins og í sleppunum (teygjunum). Þegar maður sleppir þá kemur rými, friður og frelsi.

„Áskorun dagsins er að æfa sig í að nýta starfsumhverfið, sama hvað það er, óska öllum einstaklingum þess besta, hugsa til þeirra; ég óska þér alls hins besta,“ segir Guðni. 

Fyr­ir alla sem taka þátt í áskor­un­inni býðst op­inn hóp­ur Rope Yoga-set­urs­ins á Face­book, einnig eru æf­ing­ar öll­um til handa á heimasíðu Rope Yoga-set­urs­ins.

mbl.is