Britney Spears heilsar magavöðvunum á ný

Poppsöngkonan Britney Spears hefur verið mikið í fjölmiðlum undanfarið.
Poppsöngkonan Britney Spears hefur verið mikið í fjölmiðlum undanfarið. mbl.is/AFP

Poppprinsessan Britney Spears er yfir sig ánægð með þann líkamlega árangur sem hún hefur náð með því að stunda líkamsrækt að staðaldri. Segist hún hafa misst nokkur kíló og að það sé loksins farið að glitta í magavöðvana.  

„Það er gaman að sjá loksins einhvern árangur,“ sagði Spears við myndskeið sem hún deildi á Instagram fyrr í vikunni. Myndskeiðið sýnir hana dansandi af gleði yfir árangrinum og þrátt fyrir að hafa snúið sér í óhóflega marga hringi virtist hún ekkert ringluð í því samhengi.

Opinberaði Spears það fyrir nokkru síðan að nú ætlaði hún sér að setja andlega- og líkamlega heilsu sína í algjöran forgang. Enda hefur hún ekki haft tök á að sinna sjálfri sér líkt og góðu hófi gegnir því hún hefur verið undir hælnum á föður sínum. En hann hefur farið með sjálfræði hennar í fjöldamörg ár líkt og mörgum er orðið kunnugt um.

Rútína sem veitir árangur

Unnusti Spears, Sam Asghari, starfar sem einkaþjálfari og hefur hann lagt sitt af mörkum við að hjálpa Spears. Bæði hvað líkamlega heilsu hennar varðar en ekki síður verið henni sem stoð og stytta í gegnum stríð hennar við fjölskylduna. Parið hefur deilt myndum af sér saman í ræktinni á samfélagsmiðla og þá hefur Asghari einnig deilt ræktarplaninu þeirra á opinberum vettvangi samkvæmt frétt frá PageSix.

Þeir sem hafa áhuga á að ná sama árangri og sjálf Britney Spears ættu því að láta á þessa sömu rútínu reyna. Æfingaplanið má sjá hér:

Fjórar umferðir, 15 endurtekningar af hverri æfingu.

  • Fjallaklifur á bosu bolta  
  • Lyfta höndum beint áfram með lóðum
  • Hliðar lyftur
  • Planki niður í armbeygju
  • Planki og snerta axlir til skiptis
  • Armbeygjur á bosu bolta
  • Hnébeygjuhopp
  • Sprellikarlar
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál