Birna var millistjórnandi í stóru fyrirtæki og klessti á vegg

Mun fleiri konur á Íslandi en karlar greina oft eða mjög oft frá mikilli streitu í daglegu lífi. Í aldurshópum 25-34 ára er hlutfallið 42% kvenna og  28% karla. Konur standa oft hina svokölluðu þriðju vakt og halda mörgum boltum á lofti í einkalífi og atvinnulífinu. Birna Íris Jónsdóttir, starfaði sem millistjórnandi í stóru fyrirtæki þegar hún áttaði sig á sjúklegri streitu sem hún glímdi við þegar hún klessti á vegg. Hún segir sögu sína í öðrum þætti „Heil og sæl? Sjúkleg streita“. Hún nefnir ýmislegt sem hún hefur breytt í lífsstíl sínum eftir að hún fór í gegnum þessa reynslu, gefur góð ráð og segir frá því hvað beri að varast.

Í þáttaröðinni Heil og sæl? skoðar Margrét Stefánsdóttir lífsstíl og andlega og líkamlega heilsu íslenskra kvenna.

Þátturinn verður sýndur í kvöld kl 20.10 í opinni dagskrá en öll þáttaröðin er þegar komin í Sjónvarp Símans Premium

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál