Er hægt að sofa of mikið?

Er hægt að sofa of mikið?
Er hægt að sofa of mikið? Ljósmynd/Pexels/Ketut Subiyanto

Góður svefn er gulls ígildi, of mikill svefn er það hins vegar ekki að því er fram kemur í nýrri rannsókn frá Washington University School of Medicine í St. Louis í Bandaríkjunum. Samkvæmt rannsókninni á fólk sem komið er af sínu léttasta skeiði ekki að sofa mikið meira en sjö og hálfan tíma á hverri nóttu.

Niðurstöður rannsóknarinnar gáfu til kynna að of mikill svefn gæti flýtt fyrir hrörnun heilans. Í rannsókninni var fylgst með hundrað manneskjum og var meðal aldur þeirra 75 ára. 

Í rannsókninni var einnig fylgst með fyrstu einkennum Alzheimer's sjúkdóminum þar sem prótein tengd sjúkdóminum voru mæld. 

„Það hefur verið áskorun að meta hvernig svefn og mismunandi stig Alzheimer's sjúkdómsins tengjast, en það er það sem við þurfum að vita áður en við förum að fara að fyrirbyggja eitthvað,“ sagði Brendan Lucey, einn af þeim sem stýrði rannsókninni, í viðtali við tímaritið Brain. 

Hann segir að rannsóknin bendi til þess að til sé hinn gullni meðalvegur þegar kemur að svefni og hrörnun heilans. Bæði of mikill svefn og of lítill svefn til langs tíma geti haft slæm áhrif. Sá gullni meðalvegur er einhverstaðar á milli fimm og hálfs tíma og sjö og hálfs tíma fyrir þau sem eru komin yfir sjötugt. 

Fullorðið fólk ætti að sofa meira, um sex til níu tíma. Ungbörn og börn þurfa á bilinu 14 til 17 tíma af svefni á hverjum sólarhring. 

Önnur rannsókn hefur svo gefið til kynna að þau sem eru komin yfir 45 ára aldurinn ættu ekki að sofa í meira en tíu tíma á hverri nóttu. Of mikill svefn og of lítill svefn eykur hættuna á krónískum sjúkdómum líkt og hjartasjúkdómum, sykursýki, offitu og kvíða. 

Ljósmynd/Pexels/Andrea Piacquadio
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál