Nettó óskar eftir tillögum frá viðskiptavinum

Ingibjörg Ásta Halldórsdóttir markaðsstjóri Samkaupa/Nettó.
Ingibjörg Ásta Halldórsdóttir markaðsstjóri Samkaupa/Nettó.

Nettó hefur ýtt úr vör verkefninu Notum netið til góðra verka og óskar eftir tillögum frá viðskiptavinum um hvaða góðgerðarsamtök eigi að styðja. Verkefnið felur í sér að 200 krónur af hverri sendingu úr netverslun Nettó mun renna til góðra málefna. Netverslun Nettó er stærsta netverslun landsins og gæti upphæðin því hlaupið á nokkrum milljónum króna.

Nettó stóð fyrir samskonar styrktarátaki í fyrra sem féll í góðan jarðveg og bárust þá yfir 2.000 tillögur og ábendingar um góð málefni til að styrkja í gegnum vefsíðuna www.netto.is.

„Í ár verður sami hátturinn hafður á þannig að við tökum saman ábendingar um málefni og sjáum hvar þörfin er mest og hvaða málefni eiga best við samfélagsstefnu okkar.  Okkar von er að sem flestar ábendingar berist því þetta er hvorki fyrsta né síðasta verkefnið af þessu tagi sem Nettó ræðst í,“ segir Ingibjörg Ásta Halldórsdóttir markaðsstjóri Samkaupa/Nettó.

Í byrjun desember verður síðan söfn­un­ar­fé átaksins veitt fulltrúum þeirra samtaka sem hljóta munu styrk. Nettó hefur undanfarin ár verið fastur styrktaraðili Hjálparstarfs kirkjunnar, Fjölskylduhjálpar Íslands og Mæðrastyrksnefndar. 

Styrktarátakið stendur út nóvember og geta viðskiptavinir komið ábendingum áfram um málefni eða góðgerðasamtök á heimasíðu Nettó, netto.is.

Nettó rekur 19 verslanir um land allt og var Nettó fyrsta lágvöruverslunin til að opna netverslun fyrir matvörur á Íslandi í september 2017 og er sama verð netversluninni og í verslunum Nettó.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál